Við leitum að viðskiptastjóra með ástríðu!

Hugsmiðjan er framsækin og metnaðarfull vefstofa sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum með áherslu á falleg og fjölbreytt vefsvæði.

Hjá Hugsmiðjunni er metnaðarfullt en jafnframt notalegt og afslappað andrúmsloft. Hjá okkur starfa um 25 starfsmenn sem sameinast í ástríðu sinni á vefmálum.

Við leitum að manneskju með:

 • Framúrskarandi samskiptahæfileika
 • Mikla skipulagshæfni og lausnamiðaða hugsun
 • Leiðtogahæfni og frumkvæði
 • Háskólapróf og / eða reynslu sem nýtist í starfi
 • Þekkingu á aðferðarfræði verkefnastjórnunar (t.d. agile eða lean)

Á meðal verkefna:

 • Skipulag verkefna innan teymis
 • Tryggja framgang verkefna 
 • Gæðastjórnun verkefna 
 • Hugmyndavinna með viðskiptavinum og teymi 
 • Árangursrík og skilvirk samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk
 • Góð þekking á mismunandi hæfileikum innan teymis og skilningur á hámarks nýtingu mannauðs 
 • Hafa yfirsýn fyrir mörg en ólík verkefni samtímis, áfangaskipta stærri verkefnum og framfylgja áætlunum
 • Ábyrgð á fjárhagslegu utanumhaldi verkefna, umsjón með tímaskráningum starfsmanna og yfirsýn yfir kostnaðarþróun verkefna

Ef þetta ert þú, þá viljum við heyra í þér!

Umsókn og ferilskrá skal senda á starf@hugsmidjan.is fyrir 28. október 2016