Vefakademía Hugsmiðjunnar

Við viljum kenna þér allt sem við kunnum og gera þig um leið að verðmætari starfskrafti. Þróunin á netinu er gríðarlega hröð og mörg fyrirtæki sitja eftir án þess að nýta tækifærin sem eru til staðar.

Hagnýting gagna -

Kynntu þér undirstöðuatriði gagnavísinda (Data Science) og lærðu að búa til verðmæti úr gögnum með sömu aðferðum og tæknirisarnir nota.

Hvað er gerlegt með gagnavísindum? Hvað er ógerlegt? Hver eru fyrstu skrefin sem starfsemin þín getur tekið til að nýta gögn?

Þetta námskeið hjálpar þér að „tala tungumál“ gagnavísinda þannig að þú getir tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins hvað varðar gögn og gervigreind.

Nánar

Samfélagsmiðlun sem virkar -

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu.

Hvernig nota á samfélagsmiðla rétt

Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin.

Nánar

Sérsniðin vinnustofa í stafrænum miðlum -

Lærðu að setja upp þínar eigin herferðir í auglýsingakerfum Facebook og Google.

Vinnustofan er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja taka stafræna markaðssetningu föstum tökum undir handleiðslu sérfræðinga.

Nánar

Google Ads - Kostuð leit og vefauglýsingar -

Markvisst og mælanlegt markaðsstarf

Lærðu að nota Google Ads í þínu markaðsstarfi og nýttu peningana í markvissar og mælanlegar aðgerðir.

Nánar

Skrifað fyrir fólk og leitarvélar -

Mikilvægasti þáttur í leitarvélarbestun er gott efni

Þegar unnið er með efni fyrir vef er freistandi að „skrifa fyrir leitarvélar“ (og þeirra sérvisku). Gleymum því samt ekki að markmið leitarvélanna er að finna bestu niðurstöðurnar fyrir fólkið sem notar þær.

Nánar

Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?