Lærðu að nýta Google Analytics

Hættu að giska á hvað virkar og hvað virkar ekki. Lærðu að lesa í gögnin á bakvið vefinn þinn.

Gagnrýnin og greinandi hugsun eru lykilatriði þegar rýnt er í vefgreiningartólin frá Google. Tólin eru flókin og bjóða upp á marga möguleika. Farið verður í æfingar sem hjálpa þér að finna út úr flækjunni og fá sem mest út úr mælingartólunum.

Google Analytics

Farið verður yfir þá möguleika sem Google Analytics býður upp á og nemendum sýnt hvað þeir geta nýtt á sínu eigin vefsvæði.

Lykiltölur verða fundnar og sýnt hvernig hægt er að skilgreina þær. Almennir viðmótsþættir skoðaðir með orðaútskýringum. Farið verður yfir helstu skýrslur og valkosti við uppsetningu á sérsniðnum skýrslum.

Nemendur þurfa að koma með eigin tölvu og þurfa að nota sinn eigin Google Analytics aðgang. Æskilegt er að hafa að a.m.k. mánuð af gögnum til skoða í Google Analytics.

Ávinningur þátttakenda

  • Læra á Google Analytics.
  • Tileinka sér gagnrýna og greinandi hugsun.
  • Læra að skilgreina lykiltölur.
  • Fá betri innsýn í hvað er hægt að mæla.
  • Læra að lesa úr skýrslum.
  • Útbúa sérsniðnar skýrslur.

Tveggja daga námskeið,
þrjár klst. í senn

Verð:
47.900,- kr.* Ath. að mörg stéttarfélög veita styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldi.

Dagsetningar:

  • Ekkert námskeið á dagskrá

Staður:
Hannesarholt, Grundarstíg 10

Umsagnir þátttakenda

Kennarinn virtist kunna sitt fag.

Leiðbeinandinn hafði góða þekkingu á því sem hann var að kenna og var almennt góður í því að koma efninu frá sér.

Vel útskýrt, vel farið yfir og góð svör.

Þekking kennarans er mikil og hann kom efninu afar vel til skila og svaraði vel þeim spurningum sem upp komu. Mjög gott að fá glærur og handrit til að styðjast við í framhaldinu.


Önnur námskeið

Hagnýting gagna

SEO

Skrifað fyrir fólk og leitarvélar

googleadwords

Google Ads - Kostuð leit og vefauglýsingar