Annáll 2013

Saman gerum við internetið að betri stað
Annáll 2013
1. kafli
Við elskum
að búa til góða vefi
Við erum 34
Vorum 28 í byrjun árs
Við mættum 8.347 sinnum í vinnuna
& unnum í 66.776 klukkutíma
eða 2.782 sólarhringa
sem gera tæp 8 ár
Það má ýmislegt gera á 8 árum
Á árinu 2013
Spiluðum við
1.228
Leiki í pool
Alla á heimavelli
50% vinningshlutfall
Drukkum við
16.549
Bolla af kaffi
Eða 100 gr af hreinu koffíni
Það er 16 faldur banaskammtur
Snæddum við
7.072
Máltíðir
Við gerðum fullt af öðru skemmtilegu

Pásur

25.564

High five

18.550

Línur af kóða

30.548.959

Innblástur

5.894

Less föll

2.894

Pixlar

124.930.548.959

Fundir

1.783
Við smíðuðum
52
Nýja vefi
eða einn á viku
& fengum
6
Verðlaun
& viðurkenningar
Íslensku vefverðlaunin
Athyglisverðasti vefurinn 2012
hugsmiðjan.is
Íslensku vefverðlaunin
Aðgengilegasti
vefurinn
skattrann.is
Fyrirtækjakönnun VR
Fyrirmyndar fyrirtæki
í hópi meðalstórra fyrirtækja
Reykjavíkurborg
Samgöngu-
viðurkenning
Við styðjum vistvænan ferðamáta
Hvað er spunnið í opinbera vefi
Besti ríkisvefurinn
rsk.is
Hvað er spunnið í opinbera vefi
Besti sveitarfélags-
vefurinn
reykjavik.is
2. kafli
Með þekkingu á heilanum
Starfsfólk Hugsmiðjunnar miðlar af þekkingu sinni

Apríl

Bezta Scrum og Kanban námskeið

Logi leiddi "Bezta" námskeið á vegum Dokkunnar. Skoða slæður.

Maí

Google verkfærin

Snorri Páll heldur fyrirlestur á vegum SKÝ um Google Analytics: hvað virkar og hvað ekki?

Júní

Starf vefstjórans

Fyrsta námskeiðið haldið á vegum Hugsmiðjunnar um starf vefstjórans. Kennt af Sigurjóni Ólafssyni frá funksjon.net.

September

Starf vefstjórans

Fyrsta námskeiðið í nýstofnaðri Vefakademíu fer vel af stað. Um er að ræða grunnnámskeið fyrir vefstjóra sem er nýleg og vaxandi starfsgrein. Kennari er Sigurjón Ólafsson.

September

Nýjungar og notagildi í vefhönnun

Jón Frí heldur áhugaverðan fyrirlestur á vegum SKÝ um vefhönnun.

Október

Skrif fyrir vefinn og árangur í leitarvélum

Sigurjón Ólafsson og Snorri Páll Haraldsson kenna Vefakademíukúrs þar sem sýnt er hvernig hægt er að skrifa sig inn á blað leitarvélanna með góðu efni.

Nóvember

Nördahópurinn Gullímundur

Hópur Hugsmiðjunörda hittist undir leiðsögn Más Örlygssonar til að læra (meiri) viðmótsforritun.

Nóvember

Samfélagsmiðlar

Vefakademían stendur fyrir námskeiði um samfélagsmiðlana. Kennari er Finnur Pálmi Magnússon, a.k.a. Gommit.

Nóvember

/sys/tur

Ragnheiður heldur fyrirlestur fyrir félag kvenna í UT námi.

Nóvember

Kóðað í beinni

Reynir forritar í PLAY í beinni á Hugbúnaðarráðstefnu SKÝ.

Nóvember

Undirbúningur vefverkefna og vefgreiningar

Traustur grunnur skiptir sköpum. Sigurjón Ólafsson kennir þennan Vefakademíukúrs þar sem farið er yfir helstu atriði í undirbúningi vefverkefna.

Nóvember

Ójafnvægi þarfa atvinnulífsins og menntakerfis

Ragnheiður miðlar af sinni reynslu á Bjórkvöldi SVEF, en hún hefur verið mikill baráttumaður þess að bæta kennslu í viðmótsforritun á háskólastigi.

Desember

Nördahópurinn Gullímundur

Hópur Hugsmiðjunörda hittist undir leiðsögn Más til að læra (meiri) viðmótsforritun.

Miklar breytingar hafa orðið á vefnum síðustu ár og erum við stöðugt að bæta við okkur þekkingu, enda elskum við allt sem við kemur vefmálum.

Hugtök eins og "efnisstefna" (e. content marketing), snjallvefir, samfélagsmiðlar o.fl. voru ekki til fyrir örfáum árum og kallar ný tækni á nýja nálgun fyrirtækja á vefnum.

Við viljum gera internetið að betri stað og áttum okkur á því að það hefst aðeins með samstarfi.

Vefakademían er okkar svar við þessari áskorun og markmið Akademíunnar er að fræða alla þá sem vilja bæta sig í starfi og fá meira út úr vefnum sínum.

6Námskeið
12Leiðbeinendur
211Þátttakendur
Fyrsta önnin fór vel af stað
við þökkum móttökurnar
Þekkingarþorsti okkar ...

27. janúar

RasberryPi logo

RaspberryPi nighthacking

Kennt var að keyra Java og JavaFX tæknina á RaspberryPi tölvum, en þær eru ódýrar og pínulítlar tölvur sem hægt er að tengja við HDMI sjónvörp og USB mýs/lyklaborð.

4.-6. febrúar

Jfokus

Jfokus

Forritarar frá Hugsmiðjunni skruppu til Svíþjóðar á Jfókus ráðstefnuna þar sem þeir fræddust m.a. um hvernig ætti að gera „Kick Ass“ hugbúnað.

8. febrúar

Bás Hugsmiðjunnar á UT messunni

UT Messan

Við hlýddum á ýmsa fyrirlestra á Stjórnunar-, Útflutnings-, Tækni og rekstrar- og Menntamessum UTmessunnar.

14. febrúar

Adobe ráðstefna

Adobe ráðstefna

„Skapandi ský“, stafræn hönnunarveisla þar sem sýndar voru nýjungar í Adobe forritum.

1. mars

ÍMARK logo

ÍMARK dagurinn

ÍMARK dagurinn, Íslenski markaðsdagurinn, var haldinn hátíðlegur með veglegri ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu. Fimm góðir erlendir gestir fluttu ólík en afar áhugaverð erindi.

13. mars

Fyrirlesarar Starf Vefstjórans

Starf vefstjórans - SKÝ

Vefstjórar hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana töluðu um reynslu sína af starfinu.

21. og 22. mars

Mynd frá RIMC © Jackie Hole

RIMC

Reykjavík Internet Marketing Conference bauð upp á marga fyrirlesara sem töluðu um vef- og markaðsmál.
Mynd © Jackie Hole

10. apríl

Lógo SKÝ

Þjónustuborðið - SKÝ

Fyrirlestrar um áskoranir, viðmið, mælingar, gæði og reynslusögur af þjónustuborðinu hjá tæknifyrirtækjum.

26. apríl

ICEWEB

ICEWEB

Dagsnámskeið þar sem kafað var djúpt ofan í hvernig hægt er að nýta vefgreiningartól.

29. ágúst

Mynd frá hádegisverðafundi SKÝ

SKÝ - Nýjungar í þróun á öppum

Skyggnst inn í framtíð app þróunar með fyrirlesurum frá Mobilitus, Kjarnanum, Stokki, Já.is og OZ.

26.-30. ágúst

Logo Nordic Security Conference

Nordic Security Conference

Eina leiðin til að vera með öryggi viðskiptavina okkar á hreinu er að kafa ofan í heim hakkara og öryggismála á netinu.

25. september

Jón Frímannson heldur fyrirlestur um vefhönnun.

Nýjungar og notagildi í vefhönnun - SKÝ

Farið um víðan völl í straumum og stefnum í vefhönnun. Okkar eigin Jón Frí hélt einnig tölu og hefur hann opnað fyrir niðurhal á slæðunum sínum.

11. og 18. september

Vefakademía Hugsmiðjunnar

Starf vefstjórans - grunnnámskeið

Við mættum sjálf á þetta hagnýta inngangsnámskeið ætlað vefstjórum og öðrum sem hafa vefmál á sinni könnu.

31. september

Mynd frá EUROIA ráðstefnunni

Euroia.org

Ragnheiður skrapp til Edinborgar til að hlýða á það nýjasta í viðmótspælingum Evrópubúa. Hægt er að lesa um nokkra þessara fyrirlestra á vef Martin Belam.

25. október

Sigurjón heldur fyrirlestur um UX

Búddismi og UX

Sigurjón hjá Fúnksjón heldur fyrirlesturinn „Buddism & UX - it’s not about religion” fyrir Hugsmiðjustarfsmenn.

20. nóvember

Verðlaunaafhending fyrir HESIOV á UT deginum

UT Dagurinn

Hugbúnaðarráðstefna SKÝ var haldin á degi upplýsingatækninnar og niðurstöður könnunarinnar „Hvað er spunnið í opinbera vefi” kynntar.

20. nóvember

Agile Ísland

Agile Ísland

Hinar mörgu hliðar og hlutverk Agile aðferðafræðinnar skoðuð frá ólíkum sjónarhornum.

21. og 22. nóvember

Logi Helgu á námskeiði

Passionate Product Ownership (CSPO)

Verkefnastjórn, hönnunarhugsun og UX blandað saman í eitt frábært námskeið sem hjálpar starfsmönnum að búa til betri vörur.

27. nóvember

Breytingastjórnun hjá Dokkunni

Vinnusálfræði

Á Dokkufundi var miðlað af reynslu af breytingastjórnun á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

28. nóvember

Þjónustustjórnun hjá Dokkunni

Þjónustustjórnun

Þjónustuteymi Íslandsbanka skýrði frá innri þjónustu sinni og árlegum þjónustuvikum Íslandsbanka á Dokkufundi.

3. kafli
Snorrabraut 56
Þar sem galdrarnir gerast
Við tókum húsnæðið í gegn og
bættum meiri lit í tilveruna
Nú er kominn sundlaugargrænn litur hjá hönnuðunum
Poolborð
Dass af gulum í forritun
Diskókúla
Slatti af túrkís hjá vefurunum
DJ sett
Örlítið órange hjá ráðgjöfunum
Og timbur
Sprenging varð af heimsóknum árið 2013
á hinu heimili okkar, hugsmidjan.is

140%

heimsóknir

196%

mobile
4. kafli
Nördar & co.
10
EPLICA UPPFÆRSLUR
Aukin þægindi, meira öryggi og betra viðmót
1.278.691
TÖLVUÁRÁSIR
stöðvaðar sjálfvirkt
99,9%
UPPITÍMI
þrátt fyrir aukna árásatíðni
Takk fyrir okkur
Höldum áfram góðu samstarfi og gerum internetið að enn betri stað árið
2014