Sérðu ekki póstinn, smelltu hér til að skoða.

Við kennum ykkur allt sem við kunnum

Vefakademía Hugsmiðjunnar

Eftir farsælan fyrsta vetur í Vefakademíunni kom ekkert annað til greina en að halda áfram því skemmtilega verkefni að fræða fólk um vefmál.

Námskeiðin eru fyrir vefstjóra, markaðsstjóra og aðra sem vinna við vefmál í fyrirtækjum og stofnunum, en þau eru einnig fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa innan þessa geira.

Í haust verður boðið upp á þessi námskeið:

Eins og áður verða það reynsluboltar í vefgeiranum sem munu sjá um kennsluna. Sigurjón Ólafsson (funksjon.net) sem hefur m.a. kennt vefstjórn í MA-námi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands, Snorri Páll Haraldsson, sérfræðingur í vefmælingum og vefforritari hjá Hugsmiðjunni og Margeir Ingólfsson, ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og þúsundþjalasmiður.

Einnig er gaman að segja frá því að í vetur kemur út fyrsta íslenska bókin sem fjallar um vefstjórn. Sigurjón Ólafsson er að skrifa hana í samstarfi við Hugsmiðjuna.

Nánari upplýsingar á vef Vefakademíunnar eða í síma 5 500 900

Hugsmíðjan Talar

Samfélagsmiðlun og innri vefir

Innri vefir Innri vefir eru ekki sérlega fyrirferðarmiklir í umræðu um vefmál hér á landi. Bæði er samfélagið lítið og erfitt er að ná fram umræðu um vefi sem eru flestum huldir. En þurfa öll fyrirtæki innri vef? Er réttlætanlegt að leggja í þann kostnað? Hver er ávinningurinn?... meira


Vort daglegt brauð

Vefur AzazoÞað kom mér svolítið á óvart þegar við vorum að vinna annálinn fyrir 2013 að Hugsmiðjan setur í loftið að meðaltali einn vef í loftið í hverri viku. Það er alveg heljarins hellingur.... meira


Troddu töflunum í símann...

Troddu töflu í símann...„Á vefnum mínum eru margar síður með stórum töflum. Hvernig ætlið þið að láta þær virka á litlum snjalltækjum?“.... meira


Við elskum að búa til góða vefi

5 500 900

hugsmidjan@hugsmidjan.is www.hugsmidjan.is
Facebook Instagram Tumblr Twitter

Þú ert að fá þennan póst því þú hefur verið í samskiptum við Hugsmiðjuna.
Við vonum að þú hafir gagn af en þú getur hvenær sem er afskráð þig.