Við leitum að vefhönnuði með ástríðu

Hugsmiðjan er framsækin vefstofa sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum.

Hjá Hugsmiðjunni er metnaðarfullt en jafnframt notalegt og afslappað andrúmsloft. Hjá okkur starfa um 25 starfsmenn sem sameinast í ástríðu sinni á vefnum og leggjum við okkur fram um að vera fyrsta flokks vinnustaður sem laðar að sér framúrskarandi fólk.

Við leitum að manneskju sem:

 • er jákvæð, metnaðarfull og lausnamiðuð
 • er góð í mannlegum samskiptum
 • hefur gott auga fyrir af hönnun
 • hefur skilning á notendaupplifun og flæði
 • getur unnið náið með bæði viðskiptavinum og verkefnateymi
 • býr yfir góðri þekking á hönnunartólum (Photoshop/Sketch/Illustrator)
 • síðast en ekki síst ... er frábær hönnuður

Við bjóðum:

 • jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi
 • ögrandi og skapandi verkefni
 • fjölskylduvæna starfsmannastefnu
 • góðan og metnaðarfullan starfsanda
 • sveigjanleika í starfi
 • almenn skemmtilegheit
 • sundlaug í næsta húsi
 • sultugóð laun

Ef þetta ert þú, þá viljum við heyra í þér!

Umsókn og ferilskrá skal senda á starf@hugsmidjan.is fyrir 10. febrúar 2017