Efnismarkaðssetning í sinni tærustu mynd

  • ViðskiptavinurH Magasín

Hmagasin.is er léttur og skemmtilegur lífsstílsvefur fyrir ungt fólk. Markmið vefsins er að styðja við markaðsstarf fyrirtækisins með spennandi efni um heilsu, hreyfingu, tísku og menningu með tengingu við vörur fyrirtækisins.


Sköpunarferlið

Icepharma kom til okkar með skemmtilega hugmynd á frumstigi. Við hjálpuðum þeim að búa til „konsept“, finna nafn, hönnuðum lifandi vörumerki og komum að allri annarri „branding“ vinnu ásamt því að hanna og forrita vef magasínsins.



Lifandi og litríkt merki

Einkennandi merki fangar fjölbreytileika síðunnar og samlagast efninu eftir þörfum. Það vinnur með miðlinum, eykur vægi hönnunarinnar og gerir hana einstaka.

Hmagasin

Myndræn upplifun

Myndefni spilar stórt hlutverk á vefnum en lögð er áhersla á að það njóti sín á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Facebook. Allt efni er svo auðdeilanlegt með hnöppum sem fylgja notendum í gegnum allar síður.

Skjáskot af vef Hmagasín Skjáskot af vef Hmagasín

Skóbúðin

Eitt af markmiðum H Magasín er að auka sölu í vefverslun Icepharma. Vöruúrval vefverslunar Nike birtist í fæti vefsins í hverri grein með vörum sem eru til umfjöllunar eða hafa tengingu við greinarnar.


Nike Air Presto
Nike Air Limited
Nike Juvenate

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

H Magasín

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

„Konsept“ og „branding“

Hönnun

Forritun

Gus Gus

Þegar Gus Gus breytti Eldborg í næturklúbb

GusGus hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember á síðasta ári. Uppselt var á báða tónleikana sem þóttu mjög vel heppnaðir. Hugsmiðjan sá um heildarskipulagningu ásamt því að sinna hugmyndavinnu, hönnun, efnisframleiðslu og markaðssetningu. Loks voru tónleikarnir teknir upp fyrir Sjónvarp Símans.

Í markaðssetningunni á tónleikunum notuðum við stafræna miðla til að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki á auglýsingum í hefðbundnum miðlum að halda. Þannig var kostnaði haldið í lágmarki, án þess að það bitnaði á árangrinum.

Forsala á tónleikana var notuð til að skoða viðbrögð fólks áður en almenn miðasala hófst. Krafturinn í auglýsingakerfinu á Facebook var svo nýttur til að koma auglýsingum til afmarkaðs hóps og hélt það kostnaði í lágmarki. Fólk sem hafði sýnt einhvers konar áhuga á tónleikunum sá auglýsingarnar — þetta voru harðir aðdáendur, fólk sem hafði horft á myndbönd tengd tónleikunum eða fólk sem hafði hreinlega sagst ætla að mæta.

Þetta skilaði sér í tveimur uppseldum tónleikum.

Sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs

Viðskiptaráð Íslands

MyCar


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?