HR lógó

Háskólinn í Reykjavík

Öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni, viðskipti og lög

Haustið 2014 setti Háskólinn í Reykjavík í loftið nýjan vef eftir andlitslyftingu, en vefir HR hafa verið í Eplica vefumsjónarkerfi Hugsmiðjunnar síðan 2009. Hönnun nýja vefjarins var í höndum Skapalóns.

Some demo picture

Verkþættir Hugsmiðjunnar

  • Viðmótsforritun
  • Uppsetning og rekstur Eplica vefja
Some demo picture

Niðurstaða

Vefur HR hlaut verðlaunin "Aðgengilegasti vefurinn" á Íslensku vefverðlaununum 2014. Umsögn dómnefndar:

Vefur Háskólans í Reykjavík nær að koma miklu magni upplýsinga til skila á tiltölulega skýran, einfaldan og aðgengilegan hátt.

Hægt er að komast í alla virkni vefsíðunnar með lyklaborðinu einu saman (þ.e.a.s. án músar). Notandi sem reiðir sig á lyklaborð getur alltaf séð hvar fókusinn er staðsettur á vefsíðunni. Litavalið er gott og litamótstaðan þess eðlis að notendur geta lesið allar upplýsingar, þ.m.t. fólk með sjónskerðingu eða litskerðingu. Fyrirsagnir og kennileiti eru notuð til þess að brjóta síðuna niður í hluta og gera skjálesaranotendum auðvelt fyrir að finna þann hluta síðunnar sem þeir hafa áhuga á á skilvirkan hátt.
Some demo picture

Pössum við saman?

Ef þig langar að gera góða hluti á netinu þá viljum við endilega heyra í þér!

Hafa samband