LOGOS

2022

  • Hönnun 
  • Stafrænd ásýnd
  • Vefun
  • Forritun

LOGOS.is


Ný stafræn ásýnd LOGOS

LOGOS er ein af fremstu lögmannsstofum landsins með framúrskarandi starfsfólk og leiðandi í þjónustu við atvinnulífið. LOGOS er bæði elsta og stærsta lögmannsstofa landsins, en þar starfa yfir 50 lögmenn og lögfræðingar og spannar saga stofunnar heil 115 ár.


Faglegur með smá tvisti

LOGOS leitaði til Hugsmiðjunnar í upphafi árs 2022 varðandi nýjan vef fyrir lögmannsstofuna. Lagt var upp með að hafa vefinn faglegan og aðgengilegan, og viðmótið yrði stílhreint, hlýtt og fágað — með smá tvisti. Rík áhersla var lögð á að vefurinn komi til skila sérfræðiþekkingu og reynslu starfsfólks.

Vefur LOGOS er þjónustuvefur þar sem megináhersla er á að notendur geti fundið starfsfólk eða þjónustu á auðveldan hátt, ásamt því að afla sér þekkingar með lestri greina og annars útgefins efnis tengt þjónustuþætti eða starfsfólki.


Fagleg vinnubrögð sem fá okkar bestu meðmæli

 „Samstarfið við Hugsmiðjuna var afar ánægjulegt, Elín Bríta verkefnastjóri hélt vel utan um verkefnið og var alveg sérstaklega þægileg að vinna með. Annað starfsfólk Hugsmiðjunnar sem kom að verkefninu var einnig mjög faglegt í vinnubrögðum og brást fljótt og vel við öllum fyrirspurnum og ábendingum. Við gætum ekki verið ánægðari með nýja vefinn og gefum Hugsmiðjunni okkar bestu meðmæli.“

Dóra Sif Sigurðardóttir, markaðsstjóri LOGOS
Ingibjörg Ingadóttir, gæðastjóri LOGOS


Efnið skiptir sköpum

Við hjá Hugsmiðjunni erum afar ánægð með góða samvinnu við LOGOS og að fá að vera hluti af því að þróa stafræna ásýnd stofunnar. Þær Dóra og Ingibjörg frá LOGOS unnu efnið fyrir vefinn af miklum krafti og nákvæmni og sú vinna er virkilega mikilvæg þegar unnið er að nýrri veflausn. Ljósmyndari innanhúss- og starfsmannamynda fyrir LOGOS er Vigfús Birgisson. Ljósmynd á forsíðu er eftir Daníel Magnússon.

Stílhreinn, fágaður og þjónustumiðaður vefur

Það var mjög ánægjulegt að vinna að hönnun og uppbyggingu nýs vefs með LOGOS. Vefurinn er stílhreinn og fágaður en á sama tíma hlýr og gefur notendum skýra sýn á þá framúrskarandi þjónustu sem LOGOS veitir. Það var sérlega gaman að upplifa metnaðinn sem var lagður í alla efnisvinnu fyrir vefinn, allt frá myndavali til textaskrifa og aðgengismála.

Birna Þorkelsdóttir

Birna Þorkelsdóttir

Hönnunarstjóri Hugsmiðjunnar

Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun