ORF líftækni

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Stafræn ásýnd
  • Vefun
  • Forritun

orfgenetics.com


Vöruþróun á heimsvísu

Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan vef fyrir hátæknifyrirtækið ORF líftækni. Vefurinn endurspeglar vörumerkið og framsækið vísindastarf félagsins í plöntulíftækni.

Fyrirtækið byggir starf sitt á framúrskarandi hugviti, þar sem vísindi, náttúra og sjálfbær orka mætast á einstakan hátt. Það var því mikilvægt að græni liturinn fengi að flæða um vefinn, bæði í allri hönnun, en einnig með því að gefa áhrifamiklum ljósmyndum af starfseminni gott rými á vefnum. Útkoman er einstakur vefur sem er á sama tíma einfaldur og aðgengilegur.


Skilvirkt og notendavænt söluferli

ORF líftækni býr til vaxtarþætti úr plönturíkinu og heldur vefurinn utan um vörur félagsins. ORF líftækni starfar á fyrirtækjamarkaði og fer endanlega sala á vaxtarþáttum fram í gegnum sölumenn fyrirtækisins. Áhersla var lögð á það að gera söluferlið einfalt og aðgengilegt, meðal annars með því að notendur gætu með einföldum hætti nálgast allar upplýsingar um vörunar MESOkine, ISOkine og DERMOkine á vefnum.

Upplifunin af kaupferlinu er áþekk því sem við þekkjum í hefðbundnum vefverslunum á neytendamarkaði. Til þess að undirstrika hlutverk vefsins sem söluvefur fyrir vaxtarþættina eru notaðar hefðbundnar vörumyndir þar sem vörurnar eru kynntar eins og þær eru framleiddar og seldar.


Lifandi vefur, falleg kvikun

ORF líftækni er hátæknifyrirtæki sem hefur þróað einstaka, verðmæta tækni og við vildum að vefurinn endurspeglaði þann styrk, en það var meðal annars gert með fallegri kvikun sem gerir notendaferðalagið lifandi og spennandi. Sjón er sögu ríkari, við mælum með því að kíkja á orfgenetics.com !


Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun