RANNÍS lógó

Rannís

Stuðningskerfi rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar

Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) rekur flesta íslenska samkeppnissjóði, auk þess að aðstoða við ýmis alþjóðleg sóknarfæri og samstarfsmöguleika. Á undanförnum árum hafa fjölmörg verkefni verið færð undir stofnunina og umfang hennar hefur vaxið. Þannig hafa bæst við nýir markhópar auk þess sem „vöruframboð“ hefur aukist.

Í þarfagreiningu fyrir nýjan vef kom fram skýr þörf fyrir meiri markhópanálgun og bætt aðgengi að því mikla magni upplýsinga sem stofnunin veitir. Meginmarkmið nýs vefs eru að auðvelda væntanlegum umsækjendum að kortleggja hvaða möguleikar eru fyrir hendi og leiðbeina þeim í gegnum viðeigandi ferli.Nálgun

Við upphaf verkefnisins var lögð áhersla á ítarlega greiningarvinnu til að tryggja markvissa framvindu. Í náinni samvinnu við vefhóp Rannís unnum við markhópagreiningu og drög að vefstefnu. Við lögðum mesta áherslu á tvennt; markmið þeirra markhópa sem tengjast styrkumsóknum annars vegar og markmið sem tengjast almennari upplýsingagjöf hins vegar. Við fórum nokkuð djarfa leið og byggðum veftréð á þessum tveimur meginflokkum, þannig eru aðalflokkar veftrésins aðallega tveir; „Starfsemi“ og „Sjóðir og alþjóðastarf“.

Í tilviki styrkumsókna einbeittum við okkur einnig að tvennu; sérsniðinni leitarvél til að auðvelda áhugasömum að finna tækifæri við hæfi annars vegar, hins vegar samræmdum fyrirmyndum fyrir lýsingar á styrkjum og verkefnum. Með slíkri samræmingu er umsækjendum gert auðveldara með að bera saman ólík verkefni – auk stuðnings við þá starfsmenn Rannís sem vinna og viðhalda viðkomandi textum.

Verkþættir Hugsmiðjunnar

  • Markhópagreining og drög að vefstefnu
  • Greining á dæmigerðu umsóknarferli
  • Virknihönnun leitarvélar fyrir sjóði
  • Forritun leitarvélar fyrir sjóði
  • Skipulagning veftrés
  • Útlits- og viðmótsforritun
  • Viðmótsforritun
  • Uppsetning og rekstur Eplica vefja


Niðurstaða

Vorið 2014 fóru þrír vefir í loftið; vefir Rannís á íslensku og ensku, auk Erasmus+ sem veitir upplýsingar um evrópsk samstarfsverkefni. Töluverð tiltekt var gerð í öllu efni frá eldri vef og grettistaki lyft í upplýsingum um styrki og alþjóðleg verkefni.

Þær væntingar sem lagt var upp með virðast hafa gengið eftir og notendur eru ánægðir með breytinguna. Áherslan á aðgengi í öllum tækjum sannast m.a. á því að milli ára eykst notkun í smátækjum um 67% og er nú 9% af heildarflettingum.

Þegar tekist er á við stóra áskorun eins og nýjan vef stofnunar, sem jafnframt tekst á við nýtt og stærra hlutverk, er mikilvægt að velja réttan samstarfsaðila. Hjá Rannís varð Hugsmiðjan fyrir valinu vegna þess að þau hafa mikla reynslu af þróun vefja fyrir opinbera aðila.

Allt ferlið við þróun nýs vefjar Rannís hefur reynst mjög faglegt og hafa starfsmenn Hugsmiðjunnar af fremsta megni reynt að koma til móts við þær kröfur og væntingar sem settar hafa verið fram. Eftir að vefurinn kom í loftið hefur stuðningur reynst mjög góður og þau úrlausnarefni sem upp hafa komið hafa verið leyst fljótt og vel af hendi.

- Ásta Vigdís Jónsdóttir, vefstjóri Rannís

Pössum við saman?

Ef þig langar að gera góða hluti á netinu þá viljum við endilega heyra í þér!

Hafa samband