Te og kaffi

2020

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Ljósmyndun
  • Vefun
  • Forritun
  • Markaðssetning

 

teogkaffi.is


Nýr vefur og vefverslun

Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan vef fyrir Te og Kaffi og geta viðskiptavinir nú nálgast vöruframboð Te og kaffi í gegnum vefverslun. Með þessu hefur Te og kaffi aukið þjónustu við viðskiptavini. Notendur ættu að fá tilfinningu fyrir gæðum og góðu bragði þegar þeir vafra í gegnum vefninn og skoða vöruframboðið eða versla vörur.


Hlýja og gæða hráefni í fyrirrúmi

Hluti af verkefninu var að fríska upp á stafræna ásýnd Te og kaffi og aðlaga hana að stafrænum miðlum. Vefurinn fangar gæðin og hlýjuna á bakvið vöruúrval og kaffihús Te og kaffi. Virðing fyrirtækisins fyrir hágæða hráefnum er komið á framfæri með því a nota hlýja kaffi og karmellulitaða tóna í letri og myndefni og með því að nýta hráefnin sjálf til myndskreytingar.


Sveigjanleg „headless” Shopify verslun

Te og kaffi þjónustar ólíkum notendahópum með fjölbreyttu vöruúrvali. Við hönnun vefsins var lögð áhersla á að gera vöruúrvalið aðgengilegt, ekki aðeins fyrir verslun heldur einnig með því að fræða notendur um hráefnin, vinnsluna og framreiðsluaðferðir. Val á réttu hráefni og framreiðsla skipta neflilega höfuðmáli þegar kemur að te og kaffi drykkju og þar viljum við að vefurin geti aðstoðað viðskiptavini við að ná því besta fram úr vörunum.

Vefverslunin byggir á Shopify, en það er notað sem „headless” kerfi. Vörurnar eru hnýttar þannig inn í vefkerfið til að auka sveigjanleika í efnis- og vefvinnslu.

  • Te og kaffi skjámyndir

Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun