WOW lógó

WOW air

Það er WOW í öllu sem WOW gerir - líka vefnum!

Snemma árs 2014 kom vefdeild WOWair að máli við okkur hjá Hugsmiðjunni með það í huga að skipta um vefumsjónarkerfi ásamt því að taka útlit vefja sinna til gagngerrar endurskoðunar. Eldri vefur var endurhannaður á árinu 2013 en hafði þó ekki skilað tilætluðum árangri hvað varðar sölu ásamt því að vefumsjónarkerfið bauð ekki upp á mikinn sveigjanleika þegar kom að útfærslu hönnunar.

WOWair starfar á mjög stóru markaðssvæði og jafn mikil áhersla er lögð á herferðir fyrir Íslendinga að fara utan og erlenda ferðamenn að koma til Íslands. Vefurinn er á hvorki meira né minna en 11 tungumálum og þurfa allir þessir vefir að virka sem vel smurð vél.

Nálgun

Við greindum mjög ítarlega alla umferð með Google Analytics til að gera okkur grein fyrir því hvað var að virka á vefnum og þurfti að halda sér og hvað var ekki að virka og mátti endurbæta. Við lögðum áherslu á að hönnun styddi vel við þá tölfræðigreiningu sem gerð var.

Í tölfræðigreiningu kom meðal annars í ljós að gulir kassar með tilboðsverðum voru að skila mikilli sölu, því var ákveðið að taka þá ekki út í nýju útliti heldur vinna með þá áfram. Eftir að eldri vefur var færður óbreyttur yfir í Eplica kerfið tók við stærsta verkefnið – að endurhanna vefinn. Bókunarvélin var hönnuð upp á nýtt en hún er í kerfi sem kemur frá Svíþjóð og er enn verið að vinna að breytingum á henni.

Mikil tækifæri fólust í að skapa meiri hughrif hjá notendum með WOWair Magazine, ná til þeirra og um leið að styrkja áfangastaðina. Það var því endurbætt mikið með líflegum og fjölbreyttum umfjöllunum um ýmsa veitingastaði og afþreyingu á áfangastöðum auk fallegs og litríks myndefnis sem fær að njóta sín.Bókunarvélin var einnig tekin rækilega í gegn og má hér sjá hvernig hún mun koma til með að líta út þegar hún verður endanlega tilbúin, en bókunarvélin er sett upp í sænsku kerfi og því er viðmótsforritun hennar í höndum Svíanna. Bókunarvélin mun verða skalanleg.

Verkþættir Hugsmiðjunnar

  • Markhópagreining og drög að vefstefnu
  • Tölfræðigreining
  • Greining á bókunarferli
  • Ráðgjöf við skipulag veftrés
  • Útlits- og viðmótsforritun
  • Viðmótsforritun og kerfisuppsetning
  • Uppsetning sérlausna og virkniprófanir
  • Tengingar við vefþjónustur og bókunarvél

Niðurstaða

Þann 1. október 2014 fór nýr og skalanlegur vefur WOWair í loftið. Hann býr yfir skýrari fókus, gegnsærra verðframboði og mun sterkari áherslum á helstu áfangastaði flugfélagsins.

Vefurinn er lifandi og kraftmikill og hefur einkennandi rödd sem hefur það markmið að tala til notandans á hvetjandi hátt. WOW faktorinn skín svo sannarlega í gegn!

Pössum við saman?

Ef þig langar að gera góða hluti á netinu þá viljum við endilega heyra í þér!

Hafa samband