Viðbragðsáætlun vegna Covid-19

Hugsmiðjan hefur útbúið aðgerðarplan með starfsmönnum til að bregðast við breyttum aðstæðum vegna Covid-19. Við munum áfram nýta okkur stafrænar lausnir til að eiga í samskiptum við okkar viðskiptavini og síðastliðna daga hefur aðeins orðið minniháttar breyting á þjónustustigi. 


Stjórnendur og starfsmenn hafa metið stöðuna og ekki er þörf á að skerða starfssemi Hugsmiðjunnar á þessum tímapunkti né minnka þjónustu við okkar viðskiptavini. Í staðinn hafa allir starfsmenn sett upp vinnuaðstöðu heima við og stuðst er við fjarfundabúnað fyrir teymi Hugsmiðjunnar og viðskiptavini. Starfsmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir vinna að heiman eða í starfsstöð okkar á Snorrabraut, en meirihluti vinnur að heiman.

  • Opið er fyrir símsvörun milli kl. 9 og 16 
  • Verkbeiðnum í tölvupósti á hjalp@hugsmidjan.is / hugsmidjan@hugsmidjan.is er strax komið í farveg. Það pósthólf er vaktað af starfsmönnum Hugsmiðjunnar og stjórnendum.
  • Vinsamlegast beinið áríðandi erindum sem þola enga bið á ykkar viðskiptastjóra í síma eða tölvupósti
  • Allir fundir með viðskiptavinum færast yfir í símafundi eða önnur rafræn samskipti meðan á samkomubanni stendur.

Við hvetjum alla okkar viðskiptavini til að vera í sambandi við okkur ef spurningar vakna um stöðu verkefna eða ef við getum verið ykkur innan handar með stafrænar lausnir sem mögulega gætu auðveldað ykkur lífið á krefjandi tímum.


Kær kveðja
starfsfólk Hugsmiðjunnar