Markaðsherferð Strætó fyrir ferðamenn á Íslandi

  • Viðskiptavinur Strætó

Með fjölgun erlendra ferðamanna hafa skapast spennandi tækifæri fyrir Strætó til að benda á þennan hagkvæma ferðakost. Strætó hefur undanfarin ár tekið eftir auknum straumi ferðamanna í vagnana sína ásamt því að rannsóknir okkar sýndu fram á mikinn fjölda daglegra leita á Google sem tengjast þjónustu Strætó. Við töldum því vera mikið tækifæri í að kynna Strætóappið fyrir ferðamönnum.


Strætó er á uppleið

Viðbrögðin stóðu ekki á sér og varð aukning á helstu mælikvörðum í kjölfar herferðarinnar.

  • 72% söluaukning á appinu á meðal erlendra notenda
  • 90% fleiri heimsóknir á appið frá erlendum notendum
  • 154% aukning á erlendum notendum appsins

Kostuð leit

Útbúnar voru kostaðar leitarniðurstöður sem innihéldu upplýsingar um þjónustu Strætó ásamt möguleika á að sækja appið. Leitarniðurstöður voru á ensku og birtust eingöngu gagnvart erlendum notendum sem voru staðsettir á Íslandi og leituðu á ensku. Helstu leitarorðin voru bus reykjavik, bus iceland og public transport.



Google leit í símanum

Vefauglýsingar

Útbúin voru skilaboð sem var beint að erlendum notendum á Google Display Netinu, þar sem kostir appsins voru kynntir og notendur kvattir til að hlaða því niður á sérstakri lendingarsíðu þar sem einnig var að finna kynningu á kostum appsins.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Strætó

Samstarfsaðilar

ENNEMM

Stokkur

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Leitarvélar

Vefauglýsingar

Markaðsráðgjöf

Gus Gus

Þegar Gus Gus breytti Eldborg í næturklúbb

GusGus hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember á síðasta ári. Uppselt var á báða tónleikana sem þóttu mjög vel heppnaðir. Hugsmiðjan sá um heildarskipulagningu ásamt því að sinna hugmyndavinnu, hönnun, efnisframleiðslu og markaðssetningu. Loks voru tónleikarnir teknir upp fyrir Sjónvarp Símans.

Í markaðssetningunni á tónleikunum notuðum við stafræna miðla til að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki á auglýsingum í hefðbundnum miðlum að halda. Þannig var kostnaði haldið í lágmarki, án þess að það bitnaði á árangrinum.

Forsala á tónleikana var notuð til að skoða viðbrögð fólks áður en almenn miðasala hófst. Krafturinn í auglýsingakerfinu á Facebook var svo nýttur til að koma auglýsingum til afmarkaðs hóps og hélt það kostnaði í lágmarki. Fólk sem hafði sýnt einhvers konar áhuga á tónleikunum sá auglýsingarnar — þetta voru harðir aðdáendur, fólk sem hafði horft á myndbönd tengd tónleikunum eða fólk sem hafði hreinlega sagst ætla að mæta.

Þetta skilaði sér í tveimur uppseldum tónleikum.

Annáll Hugsmiðjunnar 2022

Það besta frá árinu 2022!

KEFplus


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?