Það sem þú sérð er það sem þú færð

22.01.2019

Hvernig fær maður fólk til að sækja app sem maður notar ekki daglega? Ein leið er að sýna hvernig það virkar.

Tryggingamistöðin vildi fjölga notendum TM appsins ásamt því að auka notkunina hjá viðskiptavinum sem þegar hafa sótt appið. TM leitaði því til Hugsmiðjunnar sem lagði til snarpa herferð á Facebook í nóvember árið 2018.

Í appinu er meðal annars hægt að skoða yfirlit yfir tryggingar og iðgjöld, tilkynna tjón og fá greiddar bætur. Þá eru tjónaupplýsingar og tryggingaskirteini aðgengileg. Loks má skoða staðfestingu á ferðatryggingum og fá beint samband við neyðarþjónustu komi til alvarlegra slysa á ferðalögum erlendis.

Semsagt: Einföld og góð þjónusta.

Svo skemmtilega vildi til að ég hafði nýlega notað appið til að tilkynna tjón. Ekki einu sinni, heldur tvisvar (eftir flekklausan feril sem tryggingakaupandi). Ég þekkti því þjónustuna vel og lagði til að framleiða stutt myndband sem átti að sýna, nánast í rauntíma, hversu einfalt og þægilegt er að tilkynna tjón í appinu.

Við framleiddum því einfalt myndband sem sýnir appið í notkun. Engar tæknibrellur, ekkert fegrað. Bara notandi að tilkynna tjón á fartölvu. Það sem þú sérð er það sem þú færð. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Samtalið í myndbandinu er byggt á sannsögulegum atburðum sem gefur því magnþrunginn blæ. Ég segi svona.

Við dreifðum myndbandinu á Facebook og markmiðið var að ná sem mestri útbreiðslu. Við reyndum að höfða sérstaklega til þeirra sem eru þegar í viðskiptum við TM, þar sem þau eru líklegust til að sækja appið strax en við vildum líka ná til viðskiptavina annarra tryggingafélaga.

Svo skemmtilega vildi til að ég hafði nýlega notað appið til að tilkynna tjón. Ekki einu sinni, heldur tvisvar (eftir flekklausan feril sem tryggingakaupandi).

Niðurstaðan var sú að myndbandið fór í mikla dreifingu. Nóvember var næst besti mánuðurinn á árinu í appinu, þ.e. fjöldi nýskráðra og svo tjónstilkynningar. Í heildina fjölgaði notendum appsins um 15 prósent.

Getum við hjálpað þér og fyrirtækinu þínu? Hafðu samband og bókaðu með okkur fund.

 


Neyðarlínan 112

Nýtt tól í baráttunni við ofbeldi

Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis hefur opnað á nýjum vef 112.is unnin af Hugsmiðjunni og aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Aukin hætta er á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum. Það er því brýn nauðsýn að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á ný úrræði til lausnar. Það geta verið þung skref að leita sér hjálpar vegna ofbeldis í nánu sambandi. Margir veigra sér við að hringja í 112 en með nýjum vef er verið að bjóða upp á nýtt viðbragðsúrræði, því á vefnum er að finna netspjall við neyðarverði Neyðarlínunnar.

Vefur Neyðarlínunar var valin stafræn lausn ársins á Íslensku vefverðlaununum 2020 auk þess að hljóta aðal viðurkenningu vefverðlaunnanna „Verkefni ársins!“. Það var virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir þetta samfélagslega mikilvæga verkefni.

Nýr vefur á 75 ára afmælishátíð

Samband íslenskra sveitarfélaga

EES-samningurinn á mannamáli

Guðný, Brynjar, Klara, Hannes og EES í 25 ár