EES-samningurinn á mannamáli

Guðný, Brynjar, Klara, Hannes og EES í 25 ár

01.02.2020 Markaðsverkefni

 

Hugsmiðjan elskar að framleiða og miðla skemmtilegu efni á stafrænum miðlum. Það var því spennandi áskorun að koma til skila ávinningnum af EES-samningum, sem er af mörgum talinn einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Utanríkisráðuneytið leitaði til okkar í Hugsmiðjunni með þetta verkefni og í samstarfi við myndlistakonuna Helgu Páley Friðþjófsdóttur, unnum við fimm skemmtileg skýringarmyndbönd sem koma til skila ávinningi EES-samningsins.

 

 

Myndband

 

 

Myndböndin voru unnin í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi. Myndböndin fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og til þess að geta nýtt okkur möguleika samfélagsmiðlamarkaðssetningar og tryggja að sem flestir myndu sjá myndböndin var í upphafi var ákveðið að framleiða fjögur myndbönd fyrir ólíka hópa. Efni myndbandanna var gert til þess að höfða til mismunandi markhópa: eldri borgara, ungs fólks, atvinnurekenda og verkafólks. Viðbrögðin voru vægast sagt góð auk þess sem að líflegar umræður um samninginn hjálpuðu dreifingu.

EES-samningurinn gefur Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins (ESB), hefur svo mikil áhrif á daglegt líf okkar Íslendinga, án þess þó að allir átti sig á því hver ávinningurinn er í raun og veru. Okkur finnst sjálfsagt að flytja fiskinn okkar til meginlandsins án vandræða, við stundum líka nám í Hollandi og fáum læknisþjónustu á Spáni án teljandi vandræða. Markmiðið var að koma þessum ávinningi til skila með því að búa til efni sem væri á sama tíma skemmtilegt og fræðandi. 

 

 

 

 

Við lögðum upp með það að einfalda skilaboðin, en á sama tíma koma eins miklum upplýsingum á framfæri og við gætum. Virkilega snúið og skemmtilegt verkefni.

 

 

 

 

Hugsmiðjan hélt utan um verkefnið en ráðuneytið veitti ráðgjöf við handritsgerð ásamt því að sjá til þess að allt sem kemur fram í myndböndunum sé satt og rétt. Við vinnuna höfðum við hugfast að hafa efnið á mannamáli og setja það fram á frumlegan og skemmtilegan hátt þar sem viðfangsefnið yrði ekki tekið of alvarlega og skemmtanagildið fengi að njóta sín. Stór hluti af þeim markmiðum náðust með því að fá listakonuna Helgu Páley til þess að skapa og teikna persónurnar og heiminn sem þær búa í. Í myndböndunum eru sagðar sögur þeirra Guðnýjar, Brynjars, Klöru og Hannesar sem að tilheyra markhópunum fjórum og með þeim tekin dæmi um ávinning EES samningsins á okkar daglega líf.

 

 

 

 

Hugsmiðjan er stolt af því að hafa fengið tilnefningu fyrir verkefnið til FÍT verðlaunana 2020 í flokknum hreyfigrafík.

Myndband

Myndband

Myndband

Myndband