Hvaða motta ert þú?

Með mottufilternum geta allir verið með mottu

01.03.2020 Markaðsverkefni

Vel heppnuð samfélagsmiðlaherferð fyrir Mottumars.

Hugsmiðjan hefur lengi átt í farsælu samstarfi við Krabbameinsfélagið. Mottumars í ár var enginn undantekning en þar sáum við um vef átaksverkefnisins ásamt samfélagsmiðlaherferð. Mottumars er tileinkaður baráttunni gegn krabbameini hjá körlum og dregur nafn sitt af áheitasöfnun í tengslum við mottusöfnun íslenskra karla.

Mottusöfnunin vakti hinsvegar ekki alltaf lukku allra og eftir ítrekaðar kvartanir um að Mottumarsmottur hefðu eyðilagt fermingarmyndir fjölskyldunnar eða vakið óþarfa deilur milli hjóna var ákveðið að hætta að hvetja til mottusöfnunar.

Þetta gaf okkur kjörið tækifæri til þess að fara af stað með skemmtilega nálgun á mottuna á samfélagsmiðlum. Við brennum neflilega fyrir því að búa til skemmtilegt og árangursríkt efni sem að hentar stafrænum miðlum. Mottufilterinn er frábært dæmi um einfalda hugmynd fyrir samfélagsmiðla sem að svínvirkaði. Instagram filterinn var á hápunkti vinsælda sinna og mottan algjörlega smell passaði inn í tólið. Hugsmiðjan vann að filternum í samstarfi við Ágúst Elí.

Það gátu því allir tekið gleði sína á ný, rafræna mottan er auðvitað ekki varanleg og ætti ekki að valda óþarfa fjölskyldu erjum. Hún gefur líka ennþá fleirum tækifæri á því að taka þátt í því að bera út boðskap mottumars.

Viðbrögðin við mottufilternum á samfélagsmiðlum voru vægast sagt frábær! Það voru beisiklí allir komnir með sína mottu.

Þegar kemur að samfélagsmiðlamarkaðssetningu þá viljum við fyrst og fremst skapa efni sem að höfðar til samfélagsmiðlanotenda. Mottumars er verkefni sem að er vel þekkt í samfélaginu þar sem bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum árin verið virkir þátttakendur í átakinu. Með þáttöku í mottukeppninni, með áheitum og því að halda upp á mottudaginn hafa þau sýnt átakinu stuðning. Markmiðið með mottufilternum var þetta sama, honum var ætlað að vera enn eitt tólið sem gefur stuðningsfólki Krabbameinsfélagsins tækifæri á því að taka þátt og styðja við Krabbameinsfélagið. Krabbameinsfélagið á stóran hóp velunnara og því vildum við hafa mottufilterinn ei ókostaðri dreifingu og leyfa notkuninni að vera sjálfsprottinni.

Á vikutímabili höfðu rúmlega 17. þúsund manns prufað mottuna og tæplega 180.þúsund birtingar á instastory.