Stafrænt Ísland

Skilvirk og notendavæn opinber þjónusta

07.01.2021

Hugsmiðjan sér um þróun á nýrri lausn fyrir reglugerðasafn sem verður hluti af heildarlausn Stafræns Íslands.  

Hugsmiðjan er þátttakandi verkefninu Stafrænt Ísland, sem hefur það að markmiði að efla stafræna þjónustu hins opinbera við almenning. Verkefnið er metnaðarfullt og framsýnt, en með því að stórefla stafræna þjónustu hins opinbera er áætlað að ríkið geti sparað um 9,6 milljarða á ári.

Á síðastliðnu ári hefur Hugsmiðjan tekið þátt í hönnun og þróun á spennandi verkefnum fyrir Stafrænt Ísland. Sem dæmi má nefna vinnu Hugsmiðjunar við að þróa nýja lausn fyrir reglugerd.is með tilliti til samlegðaráhrifa reglugerðasafnins með Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu.

Vefurinn reglugerd.is heldur utan um allar reglugerðir sem gilda á Íslandi. Þetta er safn af tæplega 12.000 greinum og 14 mismunandi tegundum af reglugerðum. Gildandi reglugerðir eru nú á þriðja þúsund. Veflausnin var í gömlum kerfum, sem hafa verið endurnýjuð og komið fyrir inni í heildarlausn Stafræns Íslands.

Við þróun á nýrri lausn reglugerða var lögð áhersla á að þróa nýtt notendamiðað og skilvirkt viðmót, þar sem notendur geta séð raunútgáfu reglugerðar á einni síðu ásamt breytingarsögu sem og stofnreglugerð.

Nýja lausnin byggir á ítarlegri greiningarvinnu á innsetningarflæði fyrir Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblaðið og var sú greining lykillinn að þróun lausnarinnar. Við trúum því að með því nýta innsýn núverandi notenda og beita notendamiðari nálgun í gegnum allt ferlið þróum við framúrskarandi stafrænar lausnir. 

Notendaflæði: Notandi leitar, finnur og prentar út reglugerð með breytingasögu.

Hugsmiðjan er stolt af því að taka þátt í stafrænni umbreytingu á þjónustu hins opinbera. Í þessu ferli erum við að stuðla að því að einfalda líf bæði einstaklinga og fyrirtækja til framtíðar.