Verðlaunavefir Hugsmiðjunnar 2022

16 tilnefningar og 5 verðlaun. Við elskum það sem við gerum og það skín í gegn!

04.04.2023

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð vefiðnaðarins fóru fram síðastliðinn föstudag. Það var dýrmætt að fá tækifæri til að koma saman aftur eftir nokkurra ára hlé á því að fagna saman í raunheimi. Við erum öll sammála um að stafrænar lausnir séu snilld það jafnast þó ekkert á við það að hittast og fagna saman! Til hamingju öll með tilnefningarnar og verðlaunin. Stafræn þróun á Íslandi er í heimsklassa, þvílík gróska og gleði!

Við fengum 16 tilnefningar fyrir 12 ólíkar veflausnir og uppskárum verðlaun fyrir fjórar stafrænar lausnir auk sérstakra aðgengisverðlauna sem við erum einstaklega þakklát fyrir.

Vefur Íslandsbanka - Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)

Íslandsbanki og Hugsmiðjan. Umsögn dómnefndar:

Vefurinn er þægilegur í notkun og útskýrir flókið viðfangsefni á einfaldann hátt. Framúrstefnuleg hönnun sem hefur tekið góðum og markvissum ítrunum undanfarin ár gera vefinn að klassískum en traustum vef. Hönnuður sækja oft innblástur í þennan vef og framsetninguna á honum, enda á vefurinn verðlaunin fyllilega skilið.

Truenorth: Nýr vefur fyrir alþjóðlegan markað - Markaðsvefur ársins

Truenorth og Hugsmiðjan. Umsögn dómnefndar:

Vefur sem fangar athyglina og skapar heildstæða og grípandi upplifun fyrir notandann. Efnið á vefnum er einstakt og heillandi, og heimsókn á þennan vef er afar eftirminnileg. Hér fara skapandi greinar og erlend viðskipti í eina sæng saman.

Ofbeldisgátt á 112.is - Efnis- og fréttaveita ársins

Neyðarlínan, Hugsmiðjan, Mennsk ráðgjöf, Berglind Ósk, Guðbjörg Guðmundsdóttir & Samsýn. Umsögn dómnefndar:

Efni vefsins er borið fram á margvíslegan máta sem gerir það að verkum að vefurinn heldur áhuga notandans og allir samfélagshópar geta nálgast upplýsingarnar á sinn hátt. Uppsetning og hönnun vefsins er smekkleg en ekki síður áhrifamikil. Það er augljóst að sett var áhersla á góða upplifun notenda.

Mínar síður á Ísland.is - Vefkerfi ársins

Hugsmiðjan og Stafrænt Ísland. Umsögn dómnefndar:

Vefkerfi þurfa að vera aðgengileg, skýr og þjóna ákveðnum tilgangi. Þetta vefkerfi sem hlýtur verðlaun er vefkerfi sem tikkar í öll þessi box og meira til. 

Ofbeldisgátt á 112.is - Viðurkenning fyrir aðgengismál

Neyðarlínan, Hugsmiðjan, Mennsk ráðgjöf, Berglind Ósk, Guðbjörg Guðmundsdóttir & Samsýn. Umsögn dómnefndar:

Vefurinn sem fær aðgengisverðlaun að þessu sinni er afar vel að aðgengisverðlaunum SVEF kominn. Hönnun vefsins er í samræmi við alþjóðlega aðgengisstaðla, lógískt er að ferðast um vefinn og hann er laus við algengar hindranir. Einfalt er að ferðast um valmynd og hægt er að komast beint í aðalefni, sjá má að texti, hnappar, fontar og litir hafa verið valdir með hliðsjón af því að gera vefinn sem aðgengilegastan. Virkni í spjalli er einnig mjög góð.

Takk SVEF fyrir frábæra skemmtun! Við þökkum samstarfsfólki og okkar öflugu viðskiptavinum fyrir gefandi og gæfuríkt samstarf. Farsælt samstarf er lykillinn að árangri, við brennum fyrir því sem við gerum og það skín í gegn!