Svona getur þú nýtt peningana betur til að selja meira

25. JÚNÍ 2019
iStock-163261837-web

Með því að nýta tæknina er hægt að fá miklu betri upplýsingar um auglýsingar á samfélagsmiðlum — upplýsingar sem hjálpa þér að ná betri árangri og spara pening.

Þegar þú notar Facebook til að dreifa auglýsingum er aðeins hálf sagan sögð. Þú vandar þig við að setja auglýsinguna upp og útbýrð markhópa til að finna fólk sem er líklegt til að kaupa vöruna þína. En hvað gerist eftir að fólk smellir á auglýsinguna?

Mögulegir viðskiptavinir eru þá komnir inn á vefinn þinn. Mögulega kaupa þeir vöruna sem þú ert að auglýsa og allir lifa hamingjusamir til æviloka. En mögulega vafra þeir um vefinn án þess að kaupa neitt og halda svo áfram með líf sitt.

Glatað tækifæri? Ekki ef þú ert að nota Facebook Pixelinn.

Facebook Pixel er kóði sem þú virkjar á vefnum þínum og safnar gögnum um notendur. Pixellinn gerir þér meðal annars kleift að fylgjast með sölutölum út frá auglýsingum á Facebook, betrumbæta auglýsingar, búa til markhópa úr notendum sem vafra um vefinn þinn og endurmarkaðssetja (remarket) vörurnar þínar eða þjónustu með þessa notendur í huga.

Þegar þú hefur virkjað Pixelinn sérðu til þess að fólk sem heimsækir vefinn þinn skilji eftir sig slóð sem þú getur notað í markaðssetningu. Höfum samt á hreinu að upplýsingarnar eru að sjálfsögðu ekki persónugreinanlegar.

Þegar þú hefur virkjað Pixelinn sérðu til þess að fólk sem heimsækir vefinn þinn skilji eftir sig slóð sem þú getur notað í markaðssetningu.

Þetta býður upp á fjölbreytta möguleika. Sem dæmi þá geturðu búið til sérstakan markhóp úr fólki sem heimsótti vefinn þinn, setti vöru í körfu en hætti af einhverjum ástæðum við að klára kaupin. Þannig geturðu til dæmis kynnt vöruna betur fyrir fólki sem hefur sýnt henni áhuga.

Þú getur búið til sérstaka markhópa úr flestum aðgerðum og undirsíðum sem vefurinn þinn býður upp á og tryggt að líklegir viðskiptavinir sjái auglýsinguna þína. Þannig hækkarðu árangurshlutfallið (conversion rate) sem skilar betri arðsemi (ROI).

Vantar þig hjálp?

Hugsmiðjan býður upp á sérstakan pakka þar sem við hjálpum þér eða fyrirtækinu þínu frá a til ö að taka Pixelinn í notkun. Við tékkum á stöðunni, innleiðum Pixelinn ásamt því að kenna þér að nota hann. Þá bjóðum við upp á uppsetningu á mælaborði með lykiltölum þar sem hægt er að bera saman kostnað og árangur milli ólíkra miðla, svo sem Facebook, Instagram, Youtube, Google, íslenska vefmiðla o.s.frv.

Hafðu samband og við hjálpum þér að nýta fjármagnið betur til að ná betri árangri í stafrænni markaðssetningu. 

- Atli Fannar Bjarkason