Við leitum að vefhönnuði

08. JÚLÍ 2025
Gluggar og þak bárujárnsklædds húss

Ertu skapandi vefhönnuður með ástríðu fyrir góðri notendaupplifun og fallegri hönnun?

Umsóknir

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst

Sendu okkur umsókn og ferilskrá á starf@hugsmidjan.is

Við hjá Hugsmiðjunni leitum að hönnuði sem vill skapa fallegar og notendavænar stafrænar lausnir sem hluti af öflugu teymi. Við vinnum þétt saman, styðjum hvert annað og stefnum alltaf að því að gera betur – bæði fyrir notendur og viðskiptavini.

Hugsmiðjan er hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að nýta stafræna tækni til að ná árangri. Við leggjum áherslu á notendamiðaða nálgun, skapandi hugsun og öflugt samstarf.

Við leitum að hönnuði sem

  • er jákvæður, metnaðarfullur og lausnamiðaður
  • hefur sjálfstæða og skapandi hugsun
  • hefur ástríðu fyrir framúrskarandi notendaupplifun og þjónustuhönnun
  • fylgist með nýjungum og best practices í UI/UX
  • á auðvelt með samskipti og samvinnu í teymisvinnu
  • hefur auga fyrir smáatriðum og sjónrænni útfærslu

Hæfniskröfur:

  • Hæfileiki til að hanna notendamiðaðar og fallegar stafrænar lausnir.
  • Góður skilningur á notendaupplifun, flæði og aðgengismálum.
  • Góð þekking á Figma hönnunartólinu.
  • Góð kunnátta í að kynna hönnun og rökstyðja hugmyndir.
  • Grunnþekking á HTML og CSS er kostur í samvinnu við forritunarteymi.
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.

Önnur hagnýt reynsla:

  • Vörumerkjahönnun.
  • Hreyfigrafík og/eða myndbandagerð.
  • Ljósmyndun og/eða eftirvinnsla ljósmynda.

Hvernig er að vinna hjá okkur?

Við erum samheldið og metnaðarfullt teymi sem leggur áherslu á gott starfsumhverfi, samstarf og þróun. Við setjum fókus á verkefnin og skilum af okkur framúrskarandi niðurstöðu. Þú tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum þar sem þín rödd skiptir máli.

Hafðu samband

Sendu okkur umsókn og ferilskrá á starf@hugsmidjan.is, ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið.

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst.