EFLA

Lausnir fyrir stór alþjóðleg verkefni
Þjónustur
Vefhönnun, notendaupplifun/UX, forritun, efnisskipulag
Um verkefnið
Kjarnaáskoranir EFLU varðandi stafræna ásýnd fyrirtækisins eru að miðla sérfræðiþekkingu fyrirtækisins, kynna fjölbreytt verkefni og varpa ljósi á sjálfbærar lausnir á alþjóðlegum vettvangi. Ný veflausn unnin í samstarfi við okkur hjá Hugsmiðjunni tekst á við þessar áskoranir með áherslu á notendur og þeirra þarfir.
EFLA er leiðandi alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem starfar á öllum sviðum verkfræði og tækni. Sterk áhersla er á umhverfisvitund í allri þeirra stefnumótun, en auk Íslands er EFLA með skrifstofur í Svíþjóð, Frakklandi, Skotlandi og víðar.
Markmið
Ný veflausn EFLU er hönnuð til að veita notendum greiðan aðgang að upplýsingum á einfaldan og skilvirkan hátt. Áhersla er lögð á að kynna verkefni fyrirtækisins og draga fram einstaka nálgun þess og skuldbindingu við sjálfbærni.
Með því að sýna fram á víðtæka reynslu, skapandi verkefni og sjálfbærar lausnir er höfðað til mögulegra viðskiptavina um allan heim til að styrkja stöðu EFLU sem leiðandi fyrirtækis í greininni.
Nálgun með hönnunarhugsun
Uppbygging vefsins var endurskipulögð með áherslu á einfaldleika og sérstaklega dregnar fram upplýsingar um lausnir fyrirtækisins og unnin verkefni í viðleitni við að tengjast viðskiptavinum og verðandi starfsmönnum um allan heim.
Veflausn fyrir alþjóðlegan markað
Ný veflausn þurfti að endurspegla alla EFLA samstæðuna og vera hönnuð fyrir alþjóðlegan markað. Innan hennar má setja upp sérsniðna undirvefi fyrir hvert markaðssvæði samstæðunnar og með stuðningi við mörg tungumál er kappkostað að tryggja aðgengi fyrir viðskiptavini um allan heim.
Styrkt orðspor á alþjóðavísu
„Við lögðum mikið á okkur til að skapa áhrifamikla og upplýsandi alþjóðlega veflausn sem endurspeglar EFLU á sem bestan hátt og styrkir orðspor fyrirtækisins á heimsvísu. Við erum afar ánægð með útkomuna og þann heiður að hafa unnið verðlaunin fyrir Fyrirtækjavef ársins. Það styrkir okkur í þeirri sannfæringu að við séum á réttri leið.“
Kristín Gunnarsdóttir, markaðsstjóri EFLU
Awards and recognitions
Awwwards
Corporate Website of the Year