Ergo

Við skiljum allar ástæður fyrir bílakaupum
Þjónustur
Greining, vefhönnun, notendaupplifun/UX, efnishögun, sérsniðinn ljósmyndabanki
Um verkefnið
Ergo stóð frammi fyrir þeirri áskorun að endurnýja vefsíðu sína til að miðla fræðslu á skýran hátt, auka vörumerkjavitund og bjóða notendum upp á leiðir til að afgreiða sig sjálfa. Hugsmiðjan var fengin til að þróa nýjan vef sem sýnir breidd lánamöguleika Ergo með sterkri sjónrænni framsetningu.
Ergo hafa sérhæft sig í fjármögnun bíla og atvinnutækja í 40 ár. Nýji vefurinn spilar mikilvægan þátt í miðlun á fræðslu og í markaðsmálum og leyfir notendum að máta sig við lánamöguleika og sviðsmyndir með ítarlegri lánareiknivél.
Markmið
Myndefni spilar mikilvægan þátt á markaðsvefvef Ergo, það eru ljósmyndir og 3d teiknuð hreyfigrafík þar sem appelsínuguli liturinn fær að njóta sín. Markmiðið er að vera með nýtt og frumlegt efni sem vekur athygli til að auka vörumerkjavitund út á markaðinn og koma skýrt til skila þeim skilaboðum að Ergo skilji allar ástæður fyrir kaupum á hinum ýmsu tækjum og tólum.
Mótun á framtíðarsýn
Vinnustofur
Við héldum tvær hálfsdags vinnustofur með Ergo til að fara yfir markhópa og markmið, vinna að flokkun efnis fyrir nýju vefsíðuna og hvetja til skapandi hugsunar. Í lok vinnustofunnar höfðum við mótað framtíðarsýn um upplýsingagjöf og sjálfsafgreiðslu á nýju vefsíðunni.
Skilaboð í myndum
Efnisljósmyndir
Ergo veitir lán fyrir margskonar tækjabúnað, allt frá tannlæknastólum til dráttarvéla, auk bíla og ökutækja fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mikilvægt er að sýna breidd lánamöguleikanna á sjónrænan hátt. Við byggðum upp ljósmyndabanka í vörumerkjastíl Ergo með vandlega völdum myndefnum, þar sem áberandi appelsínuguli litur þeirra fékk að njóta sín.