Íslandsbanki

Stafræn hönnun Íslandsbanka
Þjónusta
Greining, vefhönnun, notendaupplifun/UX, efnishögun
Um verkefnið
Hugsmiðjan hefur verið öflugur samstarfsaðili í stafrænni þróun og hönnun Íslandsbanka síðan 2018. Við leggjum okkur fram um að skapa notendavænt stafrænt umhverfi þar sem upplýsingar eru aðgengilegar og leiðbeiningar skýrar.
Til grundvallar allri hönnunarvinnu er ítarlegt hönnunarkerfi. Það sér til þess að við byggjum heildstæðar lausnir fyrir Íslandsbanka, flýtir fyrir framleiðslu verkefna, tryggir framúrskarandi notendaupplifun og samræmi milli lausna.
Heildstæðar lausnir
.png&w=3840&q=100)
Íslandsbanki er stafrænn banki. Alltaf í þínum höndum og á þínum forsendum. Kjarninn í dreifileiðum bankans eru ytri vefur, Netbankinn, Appið og flæði í sjálfsafgreiðslu. Það er mikilvægt að allar þessar lausnir haldist í hendur og myndi sterka sjónræna heild sem viðskiptavinir þekkja og kunna á.
Hönnunarkerfi
Af hverju?
Ítarlegt hönnunarkerfi liggur til grundvallar allri hönnun. Það tryggir samræmi milli dreifileiða og flýtir fyrir í hönnun og forritun. Í hönnunarkerfinu eru einingar að nota „design tokens“ til að skilgreina liti, bil, rúning á hornum, skugga og aðra þætti hönnunar – sem auðveldar forritun og ákvörðunartöku. UI kit og tóken brúa bilið milli hönnunar og forritunar.
Íslandsbanka-appið

Appið er í hraðri þróun og býður upp á stílhreint og notendavænt flæði þar sem allar aðgerðir eru einfaldar, öruggar og hraðar.
Netbankinn
Stóraukin þjónusta
Nýr netbanki stóreykur þjónustu við notendur og auðveldar til muna áframhaldandi þróun og viðhald. Öll helstu flæði hafa verið endurhönnuð og notkunamynstur skilgreind og samræmd. Mikil áhersla er lögð á gott samræmi milli Netbanka og apps.
Vefur Íslandsbanka
Fjárhagsleg heilsa sem leiðarljós
Vefur Íslandsbanka er öflugur fræðslu- og upplýsingavefur sem tengir saman allar dreifileiðir bankans. Mikil þróun hefur átt sér stað á vefnum, þar sem við leggjum okkur fram um að skapa notendavænt stafrænt umhverfi með aðgengilegum upplýsingum, skýrum leiðbeiningum og samræmi í viðmóti ólíkra flæða.
Mikil áhersla er lögð á að viðskiptavinir geti afgreitt sig sjálfir á einfaldan hátt

Sjálfsafgreiðsluflæði
Teymið okkar vinnur náið með vörueigendum mismunandi dreifileiða. Við höldum vinnustofur við upphaf nýrra verkefna og til að skerpa sýn teymisins. Við höfum unnið að því að straumlínulaga mörg flæði og sérfræðingar okkar í notendaupplifun framkvæma reglulega notendaprófanir áður en verkefni eru send áfram í forritun.
Verðlaun og viðurkenningar
Fyrirtækjavefur ársins
Efnis og fréttaveita