Íslandsbanki

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Hönnunarkerfi
  • Sérforritun

isb.is


Stafrænir ferlar sem breyta lífi fólks

Íslandsbanki er með sterka framtíðarsýn í þróun stafrænna lausna fyrir sína viðskiptavini og höfum við verið þeirra helsti samstarfsaðili í þróun og hönnun. 


Íslandsbanki mælist efstur á fjármálamarkaði

Það er ótrúlega mikilvægt núna, meira en nokkurn hefði getað grunað, að vera með öflugar stafrænar lausnir.

Undanfarin ár hafa verið afar viðburðarík og mikið af nýjungum komið fram. Allt frá nýju appi, stafrænu greiðslumati til stofnun verðbréfaviðskipta. Íslandsbanki hefur lyft grettistaki varðandi stafræna þróun og eru nú fremst meðal jafningja og mældust efstir á fjármálamarkaði í vörumerkjamælingu Gallups. Hugsmiðjan hannar allar lausnirnar í frábæru samstarfi við Íslandsbanka teymi og hefur einnig sinnt sérforritun.


Förum yfir það helsta

1 Húsnæðislána­flæðin

Viðskiptavinir geta nú á einfaldan hátt sótt um greiðslumat og húsnæðislán eða endurfjármagnað þegar þeim hentar. Allir valkostir eru skýrir og áður flókið ferli er orðið einfalt og leiðir viðskiptavinin áfram af öryggi. Þetta flæði setti tóninn sem við höfum síðan lagt til grundvallar að öðrum lausnum og gengur upp bæði fyrir flókin og löng umsóknarflæði en líka fyrir einfaldari aðgerðir. 

2 Íslandsbanka­appið

Hugsmiðjan hannaði nýtt app Íslandsbanka. Allar aðgerðir voru endurskoðaðar, styttar og bættar með bestu notendaupplifun að leiðarljósi. Viðskiptavinir geta nú sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í appinu á einfaldan hátt. Áhersla var lögð á að einkenni Íslandsbanka kæmi sterkt fram og myndi skera sig úr fjöldanum. Appið er í stöðugri þróun og er nú líka fyrir fyrirtæki.

3 Velkomin í verðbréfa­viðskipti

Með tilkomu nýrra reglugerða þurftu allir almennir fjárfestar að svara að nýju tilhlýðileikamats spurningum. Til að gera það sem auðveldast fyrir viðskiptavini var þróað flæði sem gerði þeim kleift að gera það á örfáum mínútum en einnig boðið nýjum viðskiptavinum að stofna vörslureikning til að geta hafið viðskipti með fjármálagjörninga.

4 Velkomin í viðskipti

Í lok ársins fór í loftið lausn fyrir fyrirtæki að koma í viðskipti á nokkrum mínútum. Þetta flæði býður upp á að stækka með fleiri vörum sem bætast við.

5 Íslandsbanka­vefurinn

Vefurinn og hönnunarkerfið er í stöðugri þróun eftir að Hugsmiðjan tók við hönnun og þróun frá Kolibri og hefur kannski sjaldan verið jafn mikilvægur og nú á þessum breyttu tímum. Nú er verið að vinna að öflugri þjónustu-síðu til að hjálpa viðskiptavinum að hjálpa sér sjálf.

6 Hönnunarkerfi

Í allri hönnun fyrir lausnir bankans vinnum við með ítarlegt hönnunarkerfi sem stækkar og þróast með hverri lausn. Hönnunarkerfið, er safn af endurnýtanlegum hönnunareiningum, en líka reglur og leiðbeiningar um vörumerkið og ferla þegar kemur að stafrænni þróun á hinum ýmsu verkefnum. Hönnunarkerfið er okkar leiðarljós og á meðan nýjar lausnir eru að líta dagsins ljós þá er hönnunarkerfið í stöðugri uppfærslu og vinnslu.

  • Íslandsbanki

Hvernig varðveitum við fjárfestinguna?

Í allri hönnun fyrir lausnir bankans vinnum við með ítarlegt hönnunarkerfi sem stækkar og þróast með hverri lausn. Hönnunarkerfið hefur nú verið gert aðgengilegt öllum sem vinna hjá Íslandsbanka. Hvort sem það er í vöruþróun, stjórnun eða framlínu enda á það erindi við alla.

Jóhanna

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

Hönnunarstjóri

Hönnunarkerfið á erindi við alla

Hvernig lítur Íslandsbanki út? Allar reglur um vörumerkið koma skýrt fram í hönnunarkerfi Íslandsbanka og það er okkar leiðarljós og gerir það að verkum að öll flæðin tala saman bæði í viðmóti og þá hegðun viðskiptavina sem lærir að þekkja flæðin og veit hverju hann á von. Ef allt er í stíl er líka hægt að stinga inn einangruðum lausnum eins og t.d. spurningalistum eða undirritunarflæði, í aðrar lausnir og vv upplifir eina heild þegar í raun er verið að tengja hann inn á annað flæði. Þetta skilar miklu betri notenda upplifun og hagræðingu. Hönnunarkerfið hefur nú verið gert aðgengilegt öllum sem vinna hjá Íslandsbanka. Hvort sem það er í vöruþróun, stjórnun eða framlínu enda á það erindi við alla.

  • ISB Macbook

Framtíðarsýn

Íslandsbanki hugsar stórt og leggur metnað í þróun á stafrænum lausnum í stöðugu samtali við viðskiptavini. Því þannig mótum við framúrskarandi þjónustuupplifun. Við horfum spennt fram á veginn og hlökkum til að kynna fleiri snilldar stafrænar lausnir.



Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun