KEF Airport

Flugvöllur í stöðugri þróun

Þjónusta

Vefhönnun, notendaupplifun/UX, forritun, efnishögun

Um verkefnið

Ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað gríðarlega síðastliðin ár og hefur ISAVIA lagt mikla áherslu á stafræna innviði til að þjónusta þennan hóp. KEF Airport er flugvallarsamfélag allra þeirra sem starfa og eiga viðskipti á flugvellinum, t.d. fagfólki í flugiðnaði, starfsfólki og viðskiptavinum veitingastaða, verslana og fleira. Hugsmiðjan vann veflausn sem veitir á einum stað upplýsingar um flug, bílastæðaþjónustu, verslanir og samgöngur til og frá flugvellinum.

Öflug stafræn þjónusta leggur grunninn að þægilegri upplifun á flugvellinum, eykur öryggistilfinningu og kemur í veg fyrir raðir og aðrar tafir. Markmiðið er að bæta einfaldleika og upplýsingagjöf, þannig að ferðamenn komist greiðlega leiðar sinnar.

Innsýn í ferla

Hönnunarhugsun

Hönnunarlega unnum við verkefnið með notendamiðaðri nálgun og áherslu á skýra, aðgengilega og nútímalega upplifun fyrir notendur KEF Airport vefsins. Verkefnið snerist um að einfalda veftré, bæta aðgengi að upplýsingum og tryggja að vefurinn mæti þörfum ólíkra markhópa, þar á meðal ferðamanna, starfsfólks og annarra sem nýta þjónustu flugvallarins.

Við lögðum áherslu á að skapa stafræna upplifun sem eykur öryggistilfinningu, minnkar álag á þjónustuaðila og styður við vaxandi fjölda ferðamanna. Með hliðsjón af bestu dæmum frá öðrum alþjóðlegum flugvöllum mótuðum við hönnunina þannig að hún bjóði upp á sniðugar lausnir, einfalda leiðsögn og myndræna framsetningu sem leiðir notendur áreynslulaust að nauðsynlegum upplýsingum.

Tæknileg nálgun

Tæknilega var áhersla okkar að tryggja að nýr vefur Kef Airport væri bæði öflugur og sveigjanlegur í rekstri. Við lögðum áherslu á skýra upplýsingaskipan, hraðvirka birtingu og skalanleika til að mæta fjölbreyttum notendaþörfum. Vefurinn var unninn með aðferðum nútímalegra veflausna, þar sem responsive hönnun tryggir að hann virki vel á öllum skjástærðum, hvort sem notendur nálgast hann í gegnum tölvu eða snjalltæki.

Einnig var horft til betri gagnanýtingar með því að skoða hvernig mætti safna notkunargögnum og greina þau á markvissan hátt. Þannig var tæknileg hönnun vefsins mótuð til að vera bæði framtíðarmiðuð og örugg, með áherslu á skilvirkni og einfalt viðhald.

Verðlaunavefur afurð frábærs samstarfs

Þátttaka í þróun nýja KEF Airport vefsins var einstaklega gefandi reynsla. Samstarfið við ISAVIA var framúrskarandi, og saman tókst okkur að skapa vef sem hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í vefiðnaðinum. Að sjá vefinn vinna Markaðsvef ársins hjá SVEF staðfestir þá miklu vinnu og eldmóð sem við lögðum í verkefnið. Þetta verkefni sýnir hvað hægt er að ná langt með sameiginlegum krafti og skýrri framtíðarsýn.

Tryggvi Geir Magnússon, kerfisstjóri

Verðlaun og viðurkenningar

  • Markaðsvefur ársins

    • Verðlaun
    • Svef