Smáralind

  • Verkefni

Smáralind stækkar og styrkist á vefnum

Þjónusta

Vefhönnun, notendaupplifun (UX), forritun, kvikun, efnishögun

Um verkefnið

Nýr vefur Smáralindar byggir á öflugri ímyndarnálgun, þar sem hönnun og útfærsla svara þörfum bæði viðskiptavina og þeirra sem bjóða vörur, veitingar og afþreyingu í stærstu verslunarmiðstöð Íslands.

Markmið

Sveigjanlegri og öflugri veflausn

Smáralind og Hugsmiðjan hafa átt í farsælu samstarfi í rúman áratug og þau leituðu til okkar varðandi yfirhalningu á vefnum þeirra.

Eldri vefur var í gamalli tæknilausn þar sem vefstjórar áttu erfitt með að framkvæma þær breytingar sem þau vildu geta gert og leiðarkerfið var ekki lengur í takti við nýjungar varðandi afþreyingu, þjónustu og áherslur Smáralindar.

Helstu markmið með nýrri veflausn voru:

  • Meiri sveigjanleiki í framsetningu og birtingu
  • Aukin sjálfsafgreiðsla verslana með sitt vöruúrval
  • Betri upplifun í farsímum og í enskri útgáfu
  • Að ná betur yfir nýjar áherslur og uppfærða ásýnd Smáralindar

Nálgun

Grípandi upplifun

Við hönnun á nýjum vef var mikið lagt upp úr kvikun og grípandi upplifun, enda er vefurinn miklu meira en bara upplýsingar um opnunartíma og verslanir.

Eftir nokkrar ítranir varð til ný valmynd þar sem öflug síun leiðir notendur að réttri verslun, afþreyingu eða veitingastað í örfáum smellum.

Uppsetning vefkerfisins miðast við að vefstjórar eigi auðvelt með að stilla upp áherslusíðum fyrir viðburði og tilfallandi áherslur, auk beins aðgangs fyrir verslanir.

Vefkerfið heldur einnig utan um það efni sem birtist á upplýsingaskjám Smáralindar.

Niðurstaða

Innblástur og hagnýtar upplýsingar

Vefurinn er léttur og lipur með skýra tengingu við ásýnd Smáralindar þar sem gestir geta sótt sér innblástur og fundið margs konar hagnýtar upplýsingar.

Auðvelt er fyrir verslanir að birta og halda utan um sitt vöruframboð og afslætti með sérsniðnu viðmóti sem þær hafa beinan aðgang að.

Þótt vefurinn sé ekki dæmigerð vefverslun, þá er hann gagnvirkur verslunargluggi í lófanum.

Teymi sem við treystum

Við höfum átt í löngu og góðu samstarfi við Hugsmiðjuna. Þegar kom að því að uppfæra vef Smáralindar var ljóst að við vildum halda áfram með teymi sem við treystum og þekkjum vel – fagfólk sem leggur metnað í vandaðar og notendavænar lausnir.

Sandra Arnardóttir – markaðsstjóri Smáralindar