Stafrænt Ísland

Mínar síður, miðlæg þjónustugátt, fyrir alla landsmenn

Þjónusta

Vefhönnun, notendaupplifun, forritun

Um verkefnið

Mínar síður eru miðlæg þjónustugátt á vegum íslenska ríkisins þar sem allir landsmenn geta á einum stað nálgast öll nauðsynleg gögn og þjónustu hins opinbera á bakvið rafræna auðkenningu. Notendur geta einnig sinnt flestum þeim erindum sem beinast að stjórnvöldum með mjög einföldum hætti á stafrænu viðmóti. Vefurinn hefur verið í stöðugri þróun undanfarin ár og sífellt fleiri stofnanir og gögn þeirra hafa bæst við vefinn og því er vefurinn orðinn mikilvægt yfirlit yfir öll gögn frá fjölmörgum stofnunum sem notendur geta nú nálgast með innskráningu á einn vef í stað þess að þurfa að sækja gögn frá mörgum vefsvæðum stofnanna.

Markmið

Mínar síður er mikilvæg þjónustugátt til þess að auka gagnsæi og þjónustu við almenning. Mínar síður hafa gjörbylt því hvernig íslensk stjórnsýsla veitir almenningi þjónustu sem skilar sér í gífurlegum tímasparnaði fyrir almenning og minnkun á kolefnisspori þar sem notendur geta klárað sín mál á vefnum. Mínar síður hafa einnig lækkað rekstrarkostnað ríkisins til muna með því að safna öllum þessum upplýsingum á einn vef með einni innskráningu og einum umboðs og umsóknarvef. Í stað þess að hver stofnun fyrir sig þyrfti að standa straum af fjárfestingu í innri vef.

Ferlið

Okkar nálgun

Þar sem upplýsingar í Mínum síðum og Stafræna pósthólfinu eru viðkvæmar og notendahópurinn breiður er nauðsynlegt að hafa aðgengilega og notendavæna hönnun. Vefurinn er hannaður eftir hönnunarkerfi sem stafrænt Ísland notar í sínum verkefnum til að tryggja samræmi í lausnum og auka framleiðsluhraða. Notandinn þarf að finna að það sé samræmd sýn í samskiptum þeirra við hinar mörgu stofnanir innan sviðs Stafræns Íslands.

Tæknileg áskorun

Mínar síður sameinar aðgang að gögnum og þjónustu yfir 15 ríkisstofnanna á einn stað sem borgarar geta nálgast með rafrænum skilríkjum. Áhersla var lögð á sveigjanleika og sjálfvirkni með öflugri leitarvél. Með einni innskráningu hefur almenningur aðgang að dýrmætum upplýsingum eins og lánum, heilbrigðisgögnum, ökutækjaskrá, starfsleyfum og jafnvel stafrænum skilríkjum á borð við ökuskírteini og örorkuskírteini. Notendur geta einnig gengið frá umsóknum, fullgilt skjöl með rafrænni undirritun og sent eða móttekið skjöl í Stafræna pósthólfinu, sem er örugg samskiptaleið við stjórnvöld.

Ríkisstofnanir undir einn hatt

Á Mínum síðum á Ísland.is hefur almenningur aðgang að fjölbreyttum og persónulegum gögnum frá ríkisstofnunum á einum stað. Þar má meðal annars nálgast upplýsingar um stöðu allra umsókna sem sótt hefur verið um í gegnum Ísland.is, aðgengi að fasteignagögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, aðgengi að fasteignagögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og margt fleira. Auk þess er hægt að finna heilbrigðisupplýsingar, lyfjakaup og réttindi eru sýnileg frá Sjúkratryggingum Íslands, og hægt er að sækja um afsláttarkóða í innanlandsflug í gegnum Loftbrú.

Einföldun samskipta á milli almennings og hins opinbera

Að vinna með Stafrænu Íslandi að Mínum síðum og stafræna pósthólfinu hefur verið einstaklega gefandi. Við erum stolt af því að taka þátt í að móta lausnir sem einfalda samskipti almennings og hins opinbera, spara tíma og minnka sóun. Þetta er gott dæmi um hvernig hönnun, tækni og skýr stefna geta haft bein áhrif á líf fólks – og samfélagið allt.

– Ragnheiður Þorfleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar

Verðlaun og viðurkenningar

  • Stafræn lausn ársins

    • Upphlaupari
    • Svef
  • Vefkerfi ársins

    • Verðlaun
    • Svef