Stafrænt Ísland

Mínar síður – lykillinn að opinberri þjónustu
Þjónusta
Vefhönnun, notendaupplifun, forritun
Um verkefnið
Mínar síður eru miðlæg þjónustugátt á vegum íslenska ríkisins þar sem allir landsmenn geta á einum stað nálgast öll nauðsynleg gögn og þjónustu hins opinbera gegnum rafræna auðkenningu. Notendur geta þannig sinnt flestum erindum sem tengjast stjórnvöldum með einföldum hætti á einum vef – í stað þess að flakka á milli ólíkra stofnanna. Vefurinn hefur verið í stöðugri þróun undanfarin ár og sífellt bætast við fleiri stofnanir og gögn þeirra.
Markmið
Mínar síður er mikilvæg þjónustugátt sem eykur gagnsæi og þjónustu við almenning. Þær hafa gjörbylt því hvernig íslensk stjórnsýsla veitir almenningi þjónustu án þess að hver og ein stofnun þurfi að reka eigin veflausnir – og hafa skilað bæði gífurlegum tímasparnaði fyrir almenning og lækkuðum rekstrarkostnaði ríkisins.
Okkar nálgun
Þar sem notendahópurinn sem sækir upplýsingar á Mínum síðum og í Stafræna pósthólfinu er mjög breiður er nauðsynlegt að byggja á aðgengilegri og notendavænni hönnun. Vefurinn er unninn á grunni hönnunarkerfis Stafræns Íslands til að tryggja samræmi í lausnum og auka framleiðsluhraða. Þannig upplifir notandinn samfellu og kunnugleika í samskiptum sínum ólíkar stofnanir.
Tæknileg útfærsla
Mínar síður sameina aðgang að gögnum og þjónustu ríkisstofnana á einn stað sem borgarar geta nálgast með rafrænum skilríkjum. Notendur geta afgreitt sig sjálfir varðandi margs konar upplýsingar, gengið frá umsóknum, fullgilt skjöl með rafrænni undirritun og sent eða móttekið skjöl með öruggum hætti í Stafræna pósthólfinu.
Ríkisstofnanir undir einn hatt
Á Mínum síðum á Ísland.is má meðal annars nálgast upplýsingar um stöðu allra umsókna sem sótt hefur verið um í gegnum Ísland.is, aðgengi að fasteignagögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, upplýsingar um heilbrigði, lyfjakaup og réttindi eru sóttar frá Sjúkratryggingum Íslands, og ótal margt fleira.
Einföldun samskipta á milli almennings og hins opinbera

„Við erum stolt af því að taka þátt í að móta lausnir sem einfalda samskipti almennings og hins opinbera, spara tíma og minnka sóun. Þetta er gott dæmi um hvernig hönnun, tækni og skýr stefna geta haft bein áhrif á líf fólks – og samfélagið allt.“
– Ragnheiður Þorfleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar
Verðlaun og viðurkenningar
Stafræn lausn ársins
Vefkerfi ársins