Truenorth

2022

  • Stafræn ásýnd
  • Upplýsingahögun
  • Hönnun
  • Forritun

www.truenorth.is


Íslensk náttúra og þekking markaðssett

Framleiðslufyrirtækið Truenorth var stofnað 2003 og er leiðandi í Evrópu í þjónustu við gerð kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsefnis. Truenorth sinnir bæði þjónustu við kvikmyndaver og streymisveitur auk þess að framleiða eigið efni. 

Fyrirtækið er með skrifstofur í sjö löndum, en frá upphafi hefur stærsti hluti verkefna tengst Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur oft lykilhlutverk og Truenorth býr að sérþekkingu sinni á íslenskum aðstæðum.


Beautiful assets deserved complimentary motion design

The Truenorth website was at the same time easy and pretty complicated; Easy because the client was great - really responsive, positive and always ready to help us get this project over the line - complicated because the beautiful assets we were working with deserved complimentary motion design, which is never straightforward to pull off in a way that both adds visually to the experience, but also preserves the accessibility & usability of the site. I think we got that balance about right.

James Dickie

James Dickie

Vefforritari

Einstakt myndefni verðskuldar viðeigandi umgjörð

Sem hönnunarverkefni var nýr vefur Truenorth sérlega spennandi. Myndefni með dramatískri náttúru landanna sjö þar sem Truenorth er með starfsemi gegnir stóru hlutverki auk þess sem það er næstum lygilegt hvað fyrirtækið hefur komið að gerð margra verkefna sem allir ættu að þekkja. Þetta frábæra myndefni og myndbönd fá því að vera í aðalhlutverki á vefnum og umgjörðin heldur sig til hlés.

Truenorth var þegar með einkennandi ásýnd sem notuð er í kynningarefni og útgáfum. Við aðlöguðum hana að kröfum vefbirtingar og kryddum framsetninguna með kvikun sem kitlar augað án þess að stela athygli frá myndum og myndböndum. Veftréð og vefskipulag var endurhannað til að koma betur á framfæri áherslum fyrirtækisins og til að auðvelda notendum að fá yfirsýn yfir fjölbreytta þjónustu og verkefni Truenorth.


  • Truenorth verkefnið

Hönnun Hugsmiðjunnar einkenndist af skilningi, hreinum stíl og fágun. Verkið var sérlega fagmannlega unnið og samstarfið var gefandi og skemmtilegt.

Leifur B. Dagfinnsson

Leifur B. Dagfinnsson

Framkvæmdastjóri og stofnandi Truenorth

Verkefni sem tekið er eftir

Stærstu verkefni Truenorth fá sínar eigin síður (e. showcase) þar sem sjá má stiklur, myndir frá upptökum og annað kynningarefni. Með því að gefa myndefninu forgrunn og halda textum í lágmarki tekst að koma sérkennum hvers verkefnis á framfæri með spennandi og eftirminnilegum hætti. Hér gefst Truenorth færi á að draga fram sinn þátt í hverju verkefni með því til dæmis að fjalla um lykilsenur eða birta svipmyndir úr eftirminnilegum skotum.

Eftirtektarverður listi viðskiptavina Truenorth fær líka að njóta sín, þar sem dregin eru fram þau verkefni sem unnin hafa verið og hægt að skoða nánari upplýsingar eftir því sem við á.

Við erum sérlega stolt af því að Truenorth vefurinn birtist á Siteinspire  og awwwards , þar sem einungis eru birt framsækin og vel heppnuð vefverkefni — handvalin úr gríðarlega miklum fjölda innsendinga.


Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun