Eftirtektarverður vefur þar sem allt er mögulegt

  • Viðskiptavinur EFLA, verkfræðistofa

EFLA er þekkt fyrir að vera í forystu hvað varðar nýsköpun, nýjungar og að sýna hugrekki. Einkunnarorð fyrirtækisins eru “Allt mögulegt”. Hönnun vefsins endurspeglar þessi gildi með frumlegri framsetningu verkefna og faglegu viðmóti.


Áhersla á frumkvæði og fjölbreytt verkefni um allan heim

Verkefni EFLU eru á sviði bygginga, orku, iðnaðar, samgangna, umhverfis og verkefnastjórnunar. Fjölbreytni verkefna sem þessum sviðum tengjast er ótrúlega mikil og við lögðum upp með að hvert verkefni fengi að njóta sín sem best með ríku myndmáli og faglegri uppsetningu.



Einföld en öðruvísi framsetning

Vefur EFLU er í senn eftirtektarverður og metnaðarfullur. Lögð er áhersla á að verkefni og þjónusta fyrirtækisins séu í forgrunni og að hann endurspegli gildi fyrirtækisins sem eru hugrekki, samvinna og traust.


Fjölbreytt verkefni

Í verkefnalýsingum er áhersla lögð á myndræna framsetningu, sterkar fyrirsagnir og greinargóða texta. Almennar upplýsingar um verkefnið og tengiliði eru sérstaklega dregin fram.

Umhverfisáhrif

Umhverfismál skipta EFLU miklu máli og þessvegna var smíðuð sérstök umhverfiseining sem gefur EFLU tækifæri á að tjá sig um einstök málefni tengd umhverfisþáttum.

Tenging við önnur verkefni

Passað er upp á aðgengi í önnur tengd verkefni til að auka notendaupplifun á vefnum.

Verðmætust auðlinda

Verðmætust auðlinda

Þekkingargrunnur og reynsla yfir 300 starfsmanna fyrirtækisins er víðtæk. Eitt af markmiðum vefsins er að kynna vinnustaðinn fyrir væntanlegum starfsmönnum. EFLA leggur ríka áherslu á trausta ráðgjöf og lítur á starfsfólk sitt sem verðmætustu auðlind sína. Virkni og hönnun miðast við að gefa greitt aðgengi að starfsmannaupplýsingum og mannauði.

Myndefni og innihald

Myndefni á vefnum spilar stórt hlutverk, snið myndanna er nátengt uppsetningu á Instagram myndum til þess að tengja efnið betur við þann markhóp. Samfélagsmiðla hnappar eru flott útfærðir og auðveldir í notkun.

Skjáskot af vef Eflu Skjáskot af vef Eflu

EFLA til framtíðar!

Vefur EFLU sker sig úr og skapar sérstakan tón sem styrkir starfsemina. Vefurinn endurspeglar samspil metnaðar og fagmennsku.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

EFLA verkfræðistofa

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Arctic circle

Lifandi vettvangur fyrir málefni norðurslóða

Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur samvinnu og samtals um málefni norðurslóða. Hápunktur starfsins er árlegt þing Arctic Circle sem haldið er í Hörpu. Samtökin eru sérstaklega áberandi í umræðunni um loftslagsmál, einskonar lifandi vettvangur fyrir þetta mikilvæga málefni.

Hugsmiðjan hannaði, forritaði og setti upp nýjan vef Arctic Circle, sem heldur utan um fjölbreytta viðburði, upplýsingar og skráningu ásamt útgefnu efni um málefni norðurslóða.

Sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs

Viðskiptaráð Íslands

Lyfjastofnun

Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?