Markaðsrannsókn

Fólk er tilbúið í
þessa byltingu

Netverslun á Íslandi springur út
Vertu vel undirbúin fyrir framtíðina, Þú getur keypt alla skýrsluna hér.

Fyrirtæki sem nýta tæknina munu uppskera ríkulega

Netverslun á Íslandi springur út á næstu fimm árum ef þróunin sem er þegar hafin heldur áfram. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn EMC í samstarfi við Hugsmiðjuna þar sem netverslun Íslendinga var könnuð.

Umfang íslenskrar netverslunar er hlutfallslega mun minna en meðal íbúa nágrannalanda okkar en árlegur vöxtur er mun meiri, samkvæmt nýlegri skýrslu á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar. 

Rannsókn EMC rannsókna sýnir að þetta gæti breyst hratt á næstu árum. Rannsóknin var unnin á tímabilinu 19. - 30. september, og þar kemur meðal annars fram að rúmlega 40 prósent fólks á aldrinum 18 til 54 ára kaupi meira á internetinu nú en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá ætlar um 70 til 75 prósent fólks í þessum aldurshópi að kaupa meira í gegnum internetið eftir fimm ár.


Aðgengileg og góð þjónusta á netinu borgar sig

Aðgengileg og góð þjónusta á netinu borgar sig og rannsóknin sýnir að á næstu árum munum við sjá fyrirtæki sem nýta tæknina uppskera ríkulega.

Gísli Steinar Ingólfsson

Framkvæmdastjóri EMC rannsókna

Kaupir þú vörur eða þjónustu í gegnum internetið

Netkaup eru mjög almenn á Íslandi og kaupa langflestir einhverja vöru eða þjónustu í gegnum netið (96%). Meira en tveir af hverjum þremur kaupa oft eða stundum í gegnum netið. 

Við sjáum að Þúsaldarkynslóðin sker sig úr þegar kemur að netverslun og X-kynslóðin kemur þar á eftir. 

https://www.datasmoothie.com/@Gisli/kaup-a-netinu/embed/graph/1540291350522/

Hefurðu bætt við þig í netverslun?

Töluverður hópur landsmanna, eða tæp 38% segjast hafa aukið netkaup sín á síðustu 12 mánuðum. 54% kaupa jafnmikið og fyrir ári og fáir minna. 

Töluverður kynslóðamunur kemur fram í niðurstöðunum og eru yngri kynslóðir líklegri en þær eldri til að hafa aukið netkaup sín.

https://www.datasmoothie.com/@Gisli/kaup-a-netinu/embed/graph/1540290689538/

Telurðu að þú munir kaupa meira eða minna eftir 5 ár?

Flestir gera ráð fyrir að auka kaup í gegnum netið á næstu árum. Meira en tveir af hverjum þremur gera ráð fyrir að auka netkaup sín og 30% að þau standi í stað. Mjög fáir gera ráð fyrir að þau minnki. 

Athyglisvert er að mið- og efri stéttir eru heldur líklegri til að auka netkaup sín en lægri stéttir. Verðmætustu viðskiptavinirnir virðast því helst reiðubúnir fyrir breytt viðskiptamynstur.

https://www.datasmoothie.com/@Gisli/kaup-a-netinu/embed/graph/1540290829898/

Miklir hagsmunir

„Fólk sem á meira, eyðir meira — og vill endilega eyða enn þá meira. Það eru því miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskar verslanir og þjónustuaðila.“

Margeir Steinar Ingólfsson

Ráðgjafi og stjórnarformaður

Landsmenn eru tilbúnir í aukna netverslun

Gísli Steinar Ingólfsson, framkvæmdastjóri EMC rannsókna, segir niðurstöðurnar sýna með óyggjandi hætti vilja Íslendinga til að versla meira á internetinu. „Fólk er tilbúið í þessa byltingu,“ segir hann.

Samkvæmt rannsókninni kaupa rúmlega 80 prósent þeirra sem tilheyra þúsaldarkynslóðinni (e. millenials) vöru eða þjónustu oft eða stundum í gegnum internetið. Rúmlega 70 prósent þeirra sem tilheyra X-kynslóðinni svöruðu eins. Þúsaldarkynslóðin er á aldrinum 18 til 34 ára og X-kynslóðin er á aldrinum 35 til 54 ára. Rannsóknin sýnir einnig að tekjuhærri neytendur eru líklegastir til að auka kaup sín mest á internetinu. 


Fólk vill kaupa meira á netinu

„Fyrirtæki þurfa að halda í við þessa þróun ef þau ætla ekki að sitja eftir. Fólk vill geta sinnt viðskiptum sínum á netinu á þægilegan hátt, hvort sem það er að kaupa skó, versla í matinn, taka lán eða endurskoða tryggingarnar. Þetta er einmitt það sem við hjálpum fyrirtækjum að gera.“

Ragnheiður Þorleifsdóttir

Framkvæmdastjóri

Kaupa alla skýrsluna

Rannsóknin var hluti af stærri rannsókn þar sem markmið var að bera ólíkar kynslóðir saman, með sérstaka áherslu á að skilja sérstakar þarfir og væntingar Þúsaldarkynslóðarinnar.

Spurt var um ýmis atriði, t.d.: lífsgæði og væntingar til lífsins eftir fimm ár, umhverfismál, stjórnmálaáhuga og kosningaþátttöku, mikilvægi eignarhalds á eigin bifreið og húsnæði, mikilvægi upplifana samanborið við eignarhald á hlutum, samfélagsmiðla og samskipti, tækni í daglegu lífi og kaup í gegnum Netið. Verð: 50 þús. (án vsk.).

Kaupa skýrslu Panta fund


Þjónustulausnir í samstarfi
við Hugsmiðjuna

Góðar lausnir byggja á
traustu samstarfi

EMC rannsóknir býður upp á þjónustulausnir í samstarfi við Hugsmiðjuna þar sem fyrirtæki geta brugðist við í tíma og jafnvel séð fyrir breytingar og brugðist við á undan samkeppninni.

EMC býr yfir mikilli reynslu í gagnaöflun, hönnun rannsóknalausna, greiningu gagna, miðlun upplýsinga og ráðgjöf sem tengist niðurstöðum rannsókna.