Öryggismál og meðhöndlun persónupplýsinga

Vefur Hugsmiðjunnar safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. 

Mælingar á notkun

Umferð um vefsvæðið er mæld (með Google Analytics og Facebook Pixel) en þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun og að mæla árangur okkar markaðsstarfs. Mælingarnar fela þannig í sér tengingar við auglýsinganet Google (sem veitir mögulegar upplýsingar um aldur, kyn og áhugamál) en eru engu að síður ópersónurekjanlegar í okkar notkun. 

Fyrir notendur sem vilja ekki að notkun þeirra sé mæld á nokkurn hátt er skilvirkast að breyta „Do Not Track“ stillingum í viðkomandi vafra eða sækja vafraviðbætur á borð við Privacy Badger, enda hafa slíkar breytingar áhrif á öll vefsvæði. Google býður einnig upp á vafraviðbót til að afþakka Google Analytics mælingar auk möguleikans að breyta skráningum notenda í auglýsinganeti sínu, þar á meðal að afþakka þær alveg.

Námskeiðsskráningar og innsend gögn

Við skráningu á námskeið Vefakademíunnar er beðið um upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum haft samband við þátttakendur og sent reikninga fyrir námskeiðsgjöldum. Innsend gögn eru geymd í vefkerfinu (til þess að við getum brugðist við ef upp koma vandamál við skráningu) en er sjálfkrafa eytt þaðan nokkrum mánuðum eftir að námskeiði lýkur.

Upplýsingar um þátttakendur og greiðendur fara til frekari úrvinnslu hjá starfsmönnum okkar, sem vinna eftir verklagsreglum Hugsmiðjunnar varðandi meðhöndlun á persónuupplýsingum. 

Almennt gildir um persónurekjanlegar upplýsingar sem Hugsmiðjunni berast (t.d. í tölvupósti eða við skráningar á námskeið og viðburði) að áhersla er lögð á að einungis þeir starfsmenn sem tengjast viðkomandi ferli hafi aðgang að gögnunum. Ekki er um að ræða neina samkeyrslu innsendra upplýsinga og þeim er aldrei deilt með þriðja aðila án samráðs.

Öruggar vefslóðir

Öll samskipti við vefþjóna okkar eru að sjálfsögðu dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS).