Umhverfisstefna Hugsmiðjunnar

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Hugsmiðjunnar til að draga úr álagi á umhverfið. Hugsmiðjan mun ávallt leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvarðanatöku sinni.

Hugsmiðjan hefur sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi. Það er stefna Hugsmiðjunnar að leitast við að lágmarka áhrif neikvæðra umhverfisþátta í starfsemi sinni og hefur umhverfismál ávallt til hliðsjónar í ákvarðanatöku fyrirtækisins.

 

Mynd_umhverfiss

Markmið

  • Haga störfum okkar þannig að neikvæðum umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki og unnið sé í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO14001 um umhverfisstjórnun.

  • Uppfylla kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum er varða umhverfismál starfseminnar og ganga lengra eins og kostur er.

  • Leggja sérstaka áherslu á, góða nýtingu auðlinda, lágmörkun úrgangs og aukna endurvinnslu, leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vistvæn innkaup.

  • Vinna að framþróun umhverfismála með stöðugri vöktun og stýringu þeirra þátta sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum.

  • Efla umhverfisvitund starfsmanna, hvetja til framsækni og umhverfisvænna úrlausna.

  • Reyna að birta opinberlega upplýsingar um árangur í umhverfismálum og hvetja til samráðs við starfsmenn, rekstraraðila, nágranna og aðra hagaðila um málaflokkinn.


Leiðarljós

  • Innkaup eru í samræmi við stefnu um vistvæn innkaup.

  • Starfsfólk fær reglulega fræðslu um umhverfismál.

  • Starfsfólk fær umhverfisvæna valkosti í fæðuvali sbr vegan eða grænmetiskosti.

  • Veita starfsfólki styrk til að nota vistvænan samgöngumáta.

  • Minnka kolefnisspor m.þ.a. draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með vistvænni samgöngu.

  • Úrgangur er flokkaður og skilað til endurnýtingar eða endurvinnslu. Unnið er markvisst að því að draga úr úrgangi.

  • Spilliefnum og hættulegum efnum er fargað á viðeigandi hátt.

 

Ábyrgð

Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd stefnunnar og endurskoðun hennar. Sérhver starfsmaður framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í starfi sínu.