Dagur íslenskrar tónlistar

2018

  • Grafísk hönnun
  • Markaðssetning
  • Almannatengsl
  • Viðburðastjórn

Gera sem allra mest fyrir íslenska tónlist

Hugsmiðjan tók að sér að halda utan um Dag íslenskrar tónlistar sem var haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 6. Desember 2018. 

Ásamt því augljósa, að hampa íslenskri tónlist og tónlistarmönnum, var verkefnið að auka vitund almennings um daginn, fá fjölmiðla til að styðja við verkefnið með umfjöllun og gera sem allra mest úr takmörkuðu fjármagni sem viðburður sem þessi hefur úr að spila. 


Myndbandið sló í gegn

Haft var samband við helstu fjölmiðla landsins til að kanna áhuga á hvort þeir vildu grípa einn af fjölmörgum vinklum sem Dagur íslenskrar tónlistar bauð upp á. Úr krafsinu kom að mikill áhugi var fyrir verkefninu. Nánast allar útvarpsstöðvar landsins tileinkuðu daginn íslenskri tónlist og Rás 1, Rás 2 og Bylgjan sendu út beint frá viðburðinum, sem var einnig í beinni sjónvarpsútsendingu á Facebook og Vísi. Fjallað var um Dag íslenskrar tónlistar á helstu vefmiðlum ásamt því að Stöð 2 og RÚV birtu umfjallanir í kvöldfréttum sínum.

Dagur íslenskar tónlistar er með síðu á Facebook þar sem við settum af stað myndband, sem framleitt var í samstarfi við Döðlur og Sýn, til að kynna daginn. Óhætt er að segja að myndbandið hafi slegið í gegn en þegar þetta er skrifað hefur það náð til rúmlega 110 þúsund manns, með áhorf upp á rúmlega 55 þúsund og þar af hafa um 10 þúsund manns brugðust á einhvern hátt við myndbandinu, til dæmis með athugasemdum og lækum ásamt því að deila myndbandinu með vinum sínum á Facebook.


Kanónur úr íslensku tónlistarlífi fluttu lagið Vikivaki eftir Valgeir Guðjónsson ásamt kór Kaffibarsins í beinni útsendingu í Vikunni með Gísla Marteini og en þátturinn er að jafnaði með um 25 prósent áhorf.

Nova tók þátt í verkefninu en skemmtileg skilaboð frá Degi íslenskrar tónlistar heyrðust þegar hringt var í viðskiptavini fyrirtækisins. Má áætla að um 120 þúsund manns hafi heyrt hringitóninn þennan dag.

Vel heppnaður viðburður á Skelfiskmarkaðnum

Viðburðurinn sjálfur á Skelfiskmarkaðnum var afar velheppnaður. Kór nemenda Hjallastefnunnar flutti lagið Víkivaki ásamt því að Amabadama og Jói Pé og Króli fluttu eigin lög. Bein útsending á Facebook fékk hátt í níu þúsund áhorf.  


Einstaklega glæsileg verðlaun

Sérstök hvatningarverðlaun voru veitt þeim sem hafa ræktað garð íslenskrar tónlistar eða stutt við bransann að öðru leyti. 

Verðlaunin byggðu á verki Þórdísar Zöega og hönnun Kristjáns Jóns Pálssonar, vefhönnuðar hjá Hugsmiðjunni.

Heiðursverðlaunin voru síðan einstaklega glæsileg en þau komu úr smiðju listamannsins Hrafnkels Sigurðssonar en um var að ræða slípaðan klett sem unnin er úr elsta bergi landsins - hálfgerður íslenskur demantur.


Dagur íslenskrar tónlistar í tölum

  • Sími

  • 110þúsund manns fengu myndbandið á Facebook-vegginn sinn.
  • 55þúsund áhorf á kynningar­myndband á Facebook.
  • 3útvarpsstöðvar með beina útsendingu frá viðburðinum.

Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun