Gus Gus í Eldborg

2018

  • Grafísk hönnun
  • Markaðssetning
  • Almannatengsl
  • Efnisframleiðsla
  • Viðburðastjórn

Hlusta


Þegar Gus Gus breytti Eldborg í næturklúbb

GusGus hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember á síðasta ári. Uppselt var á báða tónleikana sem þóttu mjög vel heppnaðir. Hugsmiðjan sá um heildarskipulagningu ásamt því að sinna hugmyndavinnu, hönnun, efnisframleiðslu og markaðssetningu. Loks voru tónleikarnir teknir upp fyrir Sjónvarp Símans.

Í markaðssetningunni á tónleikunum notuðum við stafræna miðla til að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki á auglýsingum í hefðbundnum miðlum að halda. Þannig var kostnaði haldið í lágmarki, án þess að það bitnaði á árangrinum.

Forsala á tónleikana var notuð til að skoða viðbrögð fólks áður en almenn miðasala hófst. Krafturinn í auglýsingakerfinu á Facebook var svo nýttur til að koma auglýsingum til afmarkaðs hóps og hélt það kostnaði í lágmarki. Fólk sem hafði sýnt einhvers konar áhuga á tónleikunum sá auglýsingarnar — þetta voru harðir aðdáendur, fólk sem hafði horft á myndbönd tengd tónleikunum eða fólk sem hafði hreinlega sagst ætla að mæta.

Þetta skilaði sér í tveimur uppseldum tónleikum.


Við erum einnig afar stolt af kynningarefninu en það er ekki auðvelt að koma stemningunni á tónleikum GusGus í vefborða og plaköt. Það tókst hins vegar mjög vel og við hefðum alveg viljað dreifa plakötum víðar en það var óþarfi vegna þess að stafræna herferðin gekk svo vel.

Óvæntar tilvísanir

Þá var ýmislegt skemmtilegt gert til að vekja athygli á tónleikunum. GusGus kom fram í Vikunni með Gísla Marteini og dreifði myndum af Gísla, Berglindi Festival og Atla Fannari með tilvísunum í eigin lög á Facebook sama dag og þátturinn var á dagskrá.


I still have last night in my body

Áhuginn á tónleikunum smitaðist langt út fyrir landssteinanna og nokkuð var um að aðdáendur flugu sérstaklega til landsins til að mæta í Hörpu. GusGus hafði varla lokið fyrsta lagi þegar fólk var staðið upp úr sætum sínum í Eldborg til að dansa og sagan segir að kvöldið hafi ekki verið búið að yfirgefa líkama tónleikagesta daginn eftir.


Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun