Er enginn að hugsa um börnin? Jú, reyndar

14.01.2019

Sala á Sönnum gjöfum Unicef jókst um 43 prósent um jólin, miðað við síðustu jól. Svona fórum við að því.

Segðu það sem þú vilt um „góða fólkið“ en Íslendingar virðast tilheyra bókstaflegri merkingu hugtaksins. 

Nú er ég ekki að reyna að blanda mér í þjóðfélagsumræðuna um eitthvað sjóðandi heitt mál, heldur segja ykkur að samkvæmt tölum sem ég er með fyrir framan mig þá virðast Íslendingar upp til hópa vera gott fólk og ég skal segja ykkur af hverju. 

Fyrir jól kom inn á borð Hugsmiðjunnar ansi spennandi verkefni: Að auka söluna á Sönnum gjöfum sem UNICEF hefur boðið upp í vefverslun sinni undanfarin ár. Það var ekki leiðinlegt að fá svona verkefni um jólin enda snýst það um að hjálpa þeim sem eiga erfitt að hjálpa sér sjálf. Þegar fólk kaupir Sanna gjöf handa vinum og fjölskyldu fær það afhent gjafabréf til að gefa þeim og UNICEF sendir svo sjálfa gjöfina til barna í neyð. 

Við stilltum verkefninu upp á Facebook og Instagram, nýttum fyrirliggjandi gögn til að þrengja markhópa og notuðum myndbönd sem UNICEF hafði látið framleiða til að búa til ný gögn sem nýttust síðar í herferðinni. Við reyndum að nýta fjármagnið sem best og vorum dugleg við að skoða árangurinn, hætta að keyra það sem virkaði ekki og gera meira af því sem virkaði — við vorum að nánast þangað til klukkan sló sex á aðfangadag. 

Íslendingar eru greinilega opnir fyrir því að rétta út hjálparhönd til þeirra sem þurfa virkilega á því að halda og það er hægt að gera ótrúlega hluti með auglýsingakerfi Facebook.

Vinnan skilaði sér í því að kostnaðurinn við herferðina lækkaði eftir því sem leið á desember á sama tíma árangurinn varð stöðugt betri. Á mannamáli: Við seldum meira og meira og borguðum fyrir það minna og minna. Þegar tölurnar voru svo teknar saman eftir áramót kom í ljós að salan hafði aukist um 43 prósent, miðað við sama tímabil í fyrra. 

Ingibjörg Magnúsdóttir, verkefnstjóri UNICEF, segir frábært að sjá hvað Íslendingar eru duglegir að láta gott af sér leiða um jólin og allt árið um kring. „Vinsælustu hjálpargögnin um jólin voru hlý teppi og vetrarfatnaður fyrir ungbörn sem sýnir hversu hlýtt þjóðin hefur hugsað til barna í neyð,“ segir hún. 

Það er hægt að gera ótrúlega hluti með auglýsingakerfinu á Facebook og rúsínan í pylsuendanum er að gögnin sem urðu til í desember má nýta til að gera enn betur um næstu jól.

Smelltu hér til að senda okkur póst ef þú vilt kynna þér málið betur.


Strætó

Markaðsherferð Strætó fyrir ferðamenn á Íslandi

  • Viðskiptavinur Strætó

Með fjölgun erlendra ferðamanna hafa skapast spennandi tækifæri fyrir Strætó til að benda á þennan hagkvæma ferðakost. Strætó hefur undanfarin ár tekið eftir auknum straumi ferðamanna í vagnana sína ásamt því að rannsóknir okkar sýndu fram á mikinn fjölda daglegra leita á Google sem tengjast þjónustu Strætó. Við töldum því vera mikið tækifæri í að kynna Strætóappið fyrir ferðamönnum.

Truenorth

#1 Production service company in Northern Europe

Hvaða motta ert þú?

Með mottufilternum geta allir verið með mottu

Vel heppnuð samfélagsmiðlaherferð fyrir Mottumars.

Lesa meira