Átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

18.02.2019

Allskonar vefir tilnefndir til allskonar verðlauna. 

Vefir úr smiðju Hugsmiðjunnar fengu átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2018, sem verða afhent á föstudaginn. Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af þessu og hlökkum til að mæta á hátíðina. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og fara fram á Hilton Hótel Nordica 22. febrúar. Sama dag standa Samtök vefiðnaðarins fyrir ráðstefnunni IceWeb 2019.

Förum aðeins yfir vefina okkar og samstarfsaðila okkar sem voru tilnefndir. 

Vefur Orkusölunnar, sem við settum í loftið á dögunum, er tilnefndur í flokki meðalstórra fyrirtækja, Tónlistinn var tilnefndur í flokki efnis- og fréttaveita og vefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta var tilnefndur í flokki lítilla fyrirtækja. 

Vefir Bleiku slaufunnar og Umferðarvefurinn voru tilnefndir í flokknum samfélagsvefir og vefur Persónuverndar var tilnefndur í flokknum opinberir vefir. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og fara fram á Hilton Hótel Nordica 22. febrúar

Loks fékk vefurinn okkar tvær tilnefningar: Annars vegar í flokknum markaðsvefir og hins vegar í flokknum fyrirtækjavefir. 

Svona er ekki hægt án þess að vera með frábæra samstarfsaðila — við þökkum kærlega fyrir okkur. Sjáumst á föstudaginn!


16.01.2020 Markaðsverkefni : Bleika slaufan seldist upp og vefverslun jókst um 56%

Bleika slaufan seldist upp á fyrstu vikum átaksins og beiðnir um skimanir margfölduðust í kjölfarið.

Nánar

25.06.2019 : Svona getur þú nýtt peningana betur til að selja meira

Með því að nýta tæknina er hægt að fá miklu betri upplýsingar um auglýsingar á samfélagsmiðlum — upplýsingar sem hjálpa þér að ná betri árangri og spara pening.

Nánar

14.05.2019 : Sjö góðar ástæður til að skrá sig á vinnustofu í stafrænum miðlum

Viltu ná betri árangri í markaðssetningu á internetinu? Og spara pening? Þarftu aðstoð með verkefni sem þú ert með í gangi? 

Nánar

19.02.2019 : Skapandi teymi með óbilandi trú á mátt hönnunar

Nýtt hönnunarteymi er tekið við hjá Hugsmiðjunni. 

Nánar