Átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

18.02.2019

Allskonar vefir tilnefndir til allskonar verðlauna. 

Vefir úr smiðju Hugsmiðjunnar fengu átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2018, sem verða afhent á föstudaginn. Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af þessu og hlökkum til að mæta á hátíðina. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og fara fram á Hilton Hótel Nordica 22. febrúar. Sama dag standa Samtök vefiðnaðarins fyrir ráðstefnunni IceWeb 2019.

Förum aðeins yfir vefina okkar og samstarfsaðila okkar sem voru tilnefndir. 

Vefur Orkusölunnar, sem við settum í loftið á dögunum, er tilnefndur í flokki meðalstórra fyrirtækja, Tónlistinn var tilnefndur í flokki efnis- og fréttaveita og vefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta var tilnefndur í flokki lítilla fyrirtækja. 

Vefir Bleiku slaufunnar og Umferðarvefurinn voru tilnefndir í flokknum samfélagsvefir og vefur Persónuverndar var tilnefndur í flokknum opinberir vefir. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og fara fram á Hilton Hótel Nordica 22. febrúar

Loks fékk vefurinn okkar tvær tilnefningar: Annars vegar í flokknum markaðsvefir og hins vegar í flokknum fyrirtækjavefir. 

Svona er ekki hægt án þess að vera með frábæra samstarfsaðila — við þökkum kærlega fyrir okkur. Sjáumst á föstudaginn!