Átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

18.02.2019

Allskonar vefir tilnefndir til allskonar verðlauna. 

Vefir úr smiðju Hugsmiðjunnar fengu átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2018, sem verða afhent á föstudaginn. Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af þessu og hlökkum til að mæta á hátíðina. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og fara fram á Hilton Hótel Nordica 22. febrúar. Sama dag standa Samtök vefiðnaðarins fyrir ráðstefnunni IceWeb 2019.

Förum aðeins yfir vefina okkar og samstarfsaðila okkar sem voru tilnefndir. 

Vefur Orkusölunnar, sem við settum í loftið á dögunum, er tilnefndur í flokki meðalstórra fyrirtækja, Tónlistinn var tilnefndur í flokki efnis- og fréttaveita og vefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta var tilnefndur í flokki lítilla fyrirtækja. 

Vefir Bleiku slaufunnar og Umferðarvefurinn voru tilnefndir í flokknum samfélagsvefir og vefur Persónuverndar var tilnefndur í flokknum opinberir vefir. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og fara fram á Hilton Hótel Nordica 22. febrúar

Loks fékk vefurinn okkar tvær tilnefningar: Annars vegar í flokknum markaðsvefir og hins vegar í flokknum fyrirtækjavefir. 

Svona er ekki hægt án þess að vera með frábæra samstarfsaðila — við þökkum kærlega fyrir okkur. Sjáumst á föstudaginn!


19.02.2019 : Skapandi teymi með óbilandi trú á mátt hönnunar

Nýtt hönnunarteymi er tekið við hjá Hugsmiðjunni. 

Nánar

11.02.2019 : Mikil fjölgun í Félagi lykilmanna

Félögum í Félagi lykilmanna hefur fjölgað um rúmlega 50 prósent frá því að samstarfið við Hugsmiðjuna hófst í desember.

Nánar

22.01.2019 : Það sem þú sérð er það sem þú færð

Hvernig fær maður fólk til að sækja app sem maður notar ekki daglega? Ein leið er að sýna hvernig það virkar.

Nánar