Hugsmiðjan leitar að vefhönnuði

Hæfniskröfur 

 • Metnaður og ástríða fyrir stafrænni hönnun
 • Hæfileikinn til að skilgreina og móta stefnu í stafrænni ásýnd fyrirtækja og stofnana
 • Hönnun og uppbygging vörumerkja (e. branding) 
 • Hæfileikinn til að hanna notendamiðaðar og fallegar stafrænar lausnir 
 • Góður skilningur á notendaupplifun og flæði
 • Góð þekking á hönnunartólum á borð við Figma o.fl.
 • Góð þekking á hreyfihönnun / kvikun
 • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi


Við bjóðum

 • Sex tíma vinnudag
 • Krefjandi og skapandi verkefni með metnaðarfullum viðskiptavinum
 • Öflug teymi sem samanstanda af fagfólki
 • Vinalegt starfsumhverfi og fjölskylduvæna starfsmannastefnu
 • Möguleiki á fjarvinnu og sveigjanleika í viðveru
 • Hádegismat í hús, gott kaffi, og fullan ísskáp
 • Sundlaug í næsta húsi


Okkar leiðarljós

 • Það er fátt mikilvægara en að vera sífellt að rækta samskiptahæfileikana sína. Góð samskipti drífur árangur áfram
 • Við segjum það sem við hugsum því við vitum að öflug samskipti eru lykillinn að skilvirkri teymisvinnu. Vandamál eru til þess að leysa þau
 • Við drögum forsendur og aðferðir í efa en aldrei viðleitni, ásetning eða metnað
 • Við berum virðingu fyrir tíma okkar og annarra og við erum góð að vinna undir tímapressu, því tíminn er okkar verðmætasta eign
 • Við erum vandvirk, en festumst ekki í smáatriðum
 • Ef það er ómögulegt að mæta settri dagsetningu, þá segjum við frá því tímalega. Við bíðum ekki og vonum
 • Árangursrík teymi hjálpast að og við göngum óhrædd í öll verkefni
 • Ef við gerum mistök, þá tökum við ábyrgð á þeim, lögum þau og deilum þekkingunni
 • Ef við sjáum að við höfum eitthvað fram á að færa til að hjálpa öðrum starfsmanni þá bjóðum við fram aðstoð okkar
 • Okkur stendur ekki á sama


Hafðu samband

Heyrðu í okkur og sendu okkur sýnishorn af þínum verkum, ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið: starf@hugsmidjan.is

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2021