Hugsmiðjan leitar að vefhönnuði

Hugsmiðjan er hönnunar- og hugbúnaðarhús sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri með nýrri tækni.

Hjá Hugsmiðjunni er ákaflega metnaðarfullt en jafnframt notalegt og afslappað andrúmsloft með sex tíma vinnudegi. Við leggjum mikla áherslu á að vera fyrsta flokks vinnustaður sem laðar að sér framúrskarandi fólk sem hefur ástríðu fyrir að skapa yfirburða stafrænar lausnir.

Hæfniskröfur 

  • Metnaður og ástríða fyrir stafrænni hönnun
  • Hæfileikinn til að skilgreina og móta stefnu í stafrænni ásýnd fyrirtækja og stofnana
  • Hönnun og uppbygging vörumerkja (e. branding) 
  • Hæfileikinn til að hanna notendamiðaðar og fallegar stafrænar lausnir 
  • Góður skilningur á notendaupplifun og flæði
  • Góð þekking á hönnunartólum á borð við Figma o.fl.
  • Góð þekking á hreyfihönnun / kvikun
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi


Við bjóðum

  • Sex tíma vinnudag
  • Krefjandi og skapandi verkefni með metnaðarfullum viðskiptavinum
  • Öflug teymi sem samanstanda af fagfólki
  • Vinalegt starfsumhverfi og fjölskylduvæna starfsmannastefnu
  • Möguleiki á fjarvinnu og sveigjanleika í viðveru
  • Hádegismat í hús, gott kaffi, og fullan ísskáp
  • Sundlaug í næsta húsi


Okkar leiðarljós

  • Það er fátt mikilvægara en að vera sífellt að rækta samskiptahæfileikana sína. Góð samskipti drífur árangur áfram
  • Við segjum það sem við hugsum því við vitum að öflug samskipti eru lykillinn að skilvirkri teymisvinnu. Vandamál eru til þess að leysa þau
  • Við drögum forsendur og aðferðir í efa en aldrei viðleitni, ásetning eða metnað
  • Við berum virðingu fyrir tíma okkar og annarra og við erum góð að vinna undir tímapressu, því tíminn er okkar verðmætasta eign
  • Við erum vandvirk, en festumst ekki í smáatriðum
  • Ef það er ómögulegt að mæta settri dagsetningu, þá segjum við frá því tímalega. Við bíðum ekki og vonum
  • Árangursrík teymi hjálpast að og við göngum óhrædd í öll verkefni
  • Ef við gerum mistök, þá tökum við ábyrgð á þeim, lögum þau og deilum þekkingunni
  • Ef við sjáum að við höfum eitthvað fram á að færa til að hjálpa öðrum starfsmanni þá bjóðum við fram aðstoð okkar
  • Okkur stendur ekki á sama


Hafðu samband

Heyrðu í okkur og sendu okkur sýnishorn af þínum verkum, ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið: starf@hugsmidjan.is