Þú stýrir ferðinni
við sjáum um rest

Askja

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Stafræn ásýnd
  • Vefun
  • Forritun

askja.is


Framúrskarandi þjónusta á nýjum vef

Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bílum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan og glæsilegan vef fyrir Öskju til að einfalda og bæta þjónustu við viðskiptavini. Á vefnum geta viðskiptavinir með einföldum hætti skoðað úrval bíla ásamt því að bóka tíma í reynsluakstur eða aðra þjónustu.


Markmið vefsins

1 Færa þjónustuna á vefinn

Nú geta viðskiptavinir með einföldum hætti nálgast mikilvægar upplýsingar og bókað tíma í þjónustu og reynsluakstur á vefnum. Vefurinn skilar bókunum beint inn í CRM kerfi Öskju sem auðveldar allt utanumhald.

2 Hnökralaus notendaupplifun

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að geta boðið fólki upp samfellda þjónustu, hvort sem um ræðir á vef eða þjónustu í sýningarsal eða verkstæðum.

3 Skapa sterka stafræna ásýnd

Hluti af verkefinu var að fríska upp á stafræna ásýnd Öskju. Vefurinn er glæsilegur og fangar í senn gæði og tilfinningu um traust og faglegheit.

Mikilvægt að færa þjónustuna nær notendum

Að vinna með fyrirtækjum, eins og Öskju, sem hafa metnað fyrir því að veita sínum viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu er virkilega spennandi. Vefurinn endurspeglar þau þjónustugæði sem viðskiptavinir Öskju fá þegar þeir mæta á staðinn.

Birna

Birna Bryndís Þorkelsdóttir

Hönnunarstjóri

Hvað getum við gert fyrir þig?

Markmiðið var að vera þjónustumiðuð í allri nálgun og mæta helstu þörfum viðskiptavina með einföldum hætti. Við hönnun vefsins var sérstaklega tekið tillit til þess og leitast við að grípa notendur og aðstoða þá við að finna lausn á sínum málum. 

Á vefnum er til dæmis hægt að skoða úrval bíla og lesa sér til um eiginleika þeirra og enda svo heimsóknina á því að bóka sér tíma í reynsluakstur. Þannig getur notandinn undirbúið sig áður en hann mætir á staðinn og verið viss um að draumabíllinn sé laus til prufu.

  • Askja

Kraftmikið myndmál

Markaðsefni Öskju er kraftmikið og gefur tilfinningu fyrir gæðum, ferskleika og nýjungum. Bílarnir njóta sín vel í íslenskum aðstæðum, þar má finna fyrir sjó og svörtum sandi, snjó og klaka, mosa og hrauni og séríslensku sólarlagi.


Askja

Landsvirkjun

Orka til framtíðar

Arctic circle

Lifandi vettvangur fyrir málefni norðurslóða

Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur samvinnu og samtals um málefni norðurslóða. Hápunktur starfsins er árlegt þing Arctic Circle sem haldið er í Hörpu. Samtökin eru sérstaklega áberandi í umræðunni um loftslagsmál, einskonar lifandi vettvangur fyrir þetta mikilvæga málefni.

Hugsmiðjan hannaði, forritaði og setti upp nýjan vef Arctic Circle, sem heldur utan um fjölbreytta viðburði, upplýsingar og skráningu ásamt útgefnu efni um málefni norðurslóða.

ORF Genetics

We Design Plants to Bring Quality to Life