Aztiq

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Mörkun
  • Stafræn ásýnd
  • Vefun
  • Forritun
  • Markaðsráðgjöf

aztiq.is


Mörkun og nýr vefur

Hugsmiðjan sá um mörkun, hönnun og þróun á nýjum vef fyrir fjárfestingafélagið Aztiq. Gott og gjöfult samstarf með kraftmiklu teymi gaf af sér nýstárlega og áhugaverða veflausn þar sem áhersla var lögð á fjárfestingar Aztiq í lyfjaiðnaði ásamt því að koma á framfæri öðrum mikilvægum verkefnum sem fjárfestar hafa tekið þátt í að byggja upp.

Vefurinn er kraftmikill og fullur af lífi, bæði hönnunin og kvikunin kemur þannig til skila framúrstefnulegu, einstöku starfi Aztiq.


Yfirsýn frá A - Z

Aztiq kemur að fjölbreyttum fjárfestingarverkefnum bæði hérlendis og erlendis. Aztiq er regnhlífin sem heldur utan um fjárfestingar félagsins, frá A-Z.

Yfirsýnin er skapandi leiðarljós í allri hönnun á nýju vörumerki og byggjum við bæði myndmálið og grafískan formheim á þeim grunni.

Sterk vörumerki eru eru hluti af stærra samhengi og taka þátt í því að koma til skila og styðja við megin markmið félagsins. Markmiðið var að skapa ásýnd sem nær utan um ólíka þætti félagsins.


Merkið leikur að letri

Merki Aztiq er leikur að letri, þar sem yfirsýnin sem oft er táknuð með stöfunum A-Z, verður að sjálfstæðu tákni. Merkið er sveigjanlegt – form og letur geta staðið ein og sér.

Merkið er sterkt og leggur grunninn að heildstæðum formheimi vörumerkisins þar sem geómetrísk form letursins verða að sjálfstæðum hönnunarelementum.

Merkið getur verið í einum lit eða tveimur eftir því hvað þykir hæfa hverju sinni. Einnig er unnt að hafa merkið negatíft, þ.e. ljóst á dökkum fleti.


Fjölþætt starfsemi um allan heim

Stærstu eignir Aztiq eru í lyfjafyrirtækjum sem starfrækt eru um allan heim. Hnötturinn á forsíðu var framúrskarandi leið til að setja fram upplýsingar um þessa viðamiklu starfsemi. Í valmyndinni er svo hægt að nálgast aðrar mikilvægar upplýsingar um starfsemi Aztiq og aðila sem tengjast félaginu.

Við vildum einnig koma lykiltölum á framfæri á lifandi hátt og fær það svæði því skemmtilega hreyfingu sem róterast og auðvelt er að uppfæra.
Með undirbúningi og samvinnu náðum við að gera þessari viðamiklu starfsemi góð skil.


I enjoyed working on the animated elements across the site. The challenge was to make them not too intrusive, but to still feel a bit „different“, and to draw the eye to each section as it enters the viewport. There was a lot of work involved in getting to a pleasing visual state while ensuring that we didn't adversely affect browser performance, and I think we got there!

James

James Dicke

Vefforritari

Fleiri vefir í vinnslu

Róbert Wessman leiðir fjárfestahóp Aztiq og höfum við samhliða Aztiq vefnum unnið að sérstökum vef sem nær utan um störf Róberts og fjárfestingar; robertwessman.is

Á döfinni er að vefurinn verði aðgengilegur á fleiri tungumálum ásamt því að þróast áfram með vexti félagsins.


Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun