Borgarleikhúsið

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Stafræn ásýnd
  • Ljósmyndun
  • Vefun
  • Forritun

borgarleikhus.is


Litagleði og leikur að litum og formum

Borgarleikhúsið var endurmarkað á árinu af Brandenburg og var arkitektúr leikhússins notaður sem grunnur að nýrri ásýnd. Leikurinn að línum, mynstri og flötum heldur áfram á vefnum sem er framúrstefnulegur, áræðinn og líflegur – eins og Borgarleikhúsið sjálft.

Vefurinn er einstaklega vel útfærður með gott jafnvægi á milli skapandi upplifunar og skilvirkni í upplýsingagjöf og sölu á leikhúsmiðum.


Markaðsvefur ársins

Vefur Borgarleikshússins er kjölfesta og þungamiðja í allri markaðssetningu og upplýsingagjöf til markhópa leikhússins. Því er sérlega ánægjulegt að vefurinn var valinn markaðsvefur ársins á íslensku vefverðlaununum.

Á vefnum eru lendingarsíður fyrir allar markaðsherferðir til að veita notendum betri upplýsingar um sýningar, veitingar eða kaup á leikhúsmiðum. Kaupferlið er alltaf sýnilegt og einstaklega notendavænt og skilvirkt.

  • Borgarleikhúsið á skjá

Skapandi leikur í hönnun

Borgarleikhúsið er hús fullt af lífi og því var léttleiki og leikur aðalstefið í viðmótinu – stórir hnappar, fljótandi örvaform, myndasafn hannað eins og salur, hnappar á hreyfingu og vörumerkið notað sem grunnur að öðrum formum.

Jóhanna

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

Hönnunarstjóri

Viltu skyggnast bak við tjöldin?

Vefurinn er stútfullur af skemmtilegu efni; fróðleik um sýningar, myndböndum og viðtölum við listræna aðstandendur og leikara sem gefa skemmtilega innsýn í ferlið á bak við sýningarnar.


Smart

Framtíðin er þín

Við erum spennt fyrir því sem koma skal. Hvers vegna? Því við erum einu skrefi nær þeim áfanga að skapa betri framtíð. En hvað brúar bilið milli dagsins í dag og morgundagsins? Hvað ber morgundagurinn í skauti sér? Og hvernig tengjumst við þeim spennandi tímum sem eru fram undan?

Aztiq.com

Aztiq is an experienced team of operators that have a history of building global platforms.

Flóki Invest

Framúrstefnulegt, kraftmikið og einstakt fjárfestingafélag

Flóki Invest hyggst byggja upp sterka og jákvæða ímynd með því að taka þátt í samfélagslega mikilvægum verkefnum og stuðla að framþróun í samfélaginu.