Borgarleikhúsið

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Stafræn ásýnd
  • Ljósmyndun
  • Vefun
  • Forritun

borgarleikhus.is


Litagleði og leikur að litum og formum

Borgarleikhúsið var endurmarkað á árinu af Brandenburg og var arkitektúr leikhússins notaður sem grunnur að nýrri ásýnd. Leikurinn að línum, mynstri og flötum heldur áfram á vefnum sem er framúrstefnulegur, áræðinn og líflegur – eins og Borgarleikhúsið sjálft.

Vefurinn er einstaklega vel útfærður með gott jafnvægi á milli skapandi upplifunar og skilvirkni í upplýsingagjöf og sölu á leikhúsmiðum.


Markaðsvefur ársins

Vefur Borgarleikshússins er kjölfesta og þungamiðja í allri markaðssetningu og upplýsingagjöf til markhópa leikhússins. Því er sérlega ánægjulegt að vefurinn var valinn markaðsvefur ársins á íslensku vefverðlaununum.

Á vefnum eru lendingarsíður fyrir allar markaðsherferðir til að veita notendum betri upplýsingar um sýningar, veitingar eða kaup á leikhúsmiðum. Kaupferlið er alltaf sýnilegt og einstaklega notendavænt og skilvirkt.

  • Borgarleikhúsið á skjá

Skapandi leikur í hönnun

Borgarleikhúsið er hús fullt af lífi og því var léttleiki og leikur aðalstefið í viðmótinu – stórir hnappar, fljótandi örvaform, myndasafn hannað eins og salur, hnappar á hreyfingu og vörumerkið notað sem grunnur að öðrum formum.

Jóhanna

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

Hönnunarstjóri

Viltu skyggnast bak við tjöldin?

Vefurinn er stútfullur af skemmtilegu efni; fróðleik um sýningar, myndböndum og viðtölum við listræna aðstandendur og leikara sem gefa skemmtilega innsýn í ferlið á bak við sýningarnar.


Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun