Íslandsbanki

2019

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Hönnunarkerfi
  • Sérforritun

islandsbanki.is


Stafræn vöruþróun Íslandsbanka

Íslandsbanki er með sterka framtíðarsýn í þróun stafrænna lausna fyrir sína viðskiptavini. Hugsmiðjan er stolt að taka þátt í þeirri vegferð að hanna og forrita framúrskarandi ferla og lausnir út frá breyttum þörfum viðskiptavina. Stafræn bankaþjónusta gerir lífið þægilegra.


Velkomin í viðskipti á nokkrum mínútum

Við vöruþróun “Velkomin í viðskipti” var kappkostað að gera ferlið eins auðvelt og þægilegt og hægt er. Ferlið er sett upp líkt og kaupferli sem fólk er vant í netviðskiptum. Þú velur vörur og setur þær í körfuna þína. Á nokkrum mínútum ertu komin í viðskipti með nýtt debit- eða kreditkort og sparnað að auki, viðskiptavinurinn finnur aldrei fyrir gagnaöflun sem á sér stað til að tryggja öryggi viðskiptanna. Flæðið er hnökralaust.


Greiðslumat og húsnæðislán á núll einni

Viðskiptavinir geta einfaldlega sótt um greiðslumat og húsnæðislán þegar og þar sem þeim hentar. Flóknar upplýsingar eru settar fram á mannamáli og allir valkostir skýrir. Áður flókið ferli er orðið lipurt og einfalt og leiðir viðskiptavinin áfram af öryggi..


Hönnunarkerfi

Í allri hönnun fyrir lausnir bankans vinnum við með ítarlegt hönnunarkerfi sem stækkar og þróast með hverri lausn. Þetta tryggir fullkomið samræmi milli verkefna og að rödd og ímynd Íslandsbanka sé sterk og greinileg.


H-magasín

Efnismarkaðssetning í sinni tærustu mynd

  • ViðskiptavinurH Magasín

Hmagasin.is er léttur og skemmtilegur lífsstílsvefur fyrir ungt fólk. Markmið vefsins er að styðja við markaðsstarf fyrirtækisins með spennandi efni um heilsu, hreyfingu, tísku og menningu með tengingu við vörur fyrirtækisins.

Félag lykilmanna

Mikil fjölgun félagsmanna

Félögum í Félagi lykilmanna hefur fjölgað um rúmlega 50 prósent frá því að samstarfið við Hugsmiðjuna hófst í desember.

Lesa meira

Himneskt

Innblástur í átt að grænum og umhverfisvænum lífsstíl

  • Heiti verkefnis Himneskt

Mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur eru landsmönnum löngu kunnar fyrir tilraunagleði í eldhúsinu. Ástríða þeirra fyrir matargerð, lífrænni matjurtarækt og listum hefur fundið sér farveg á þessum fallega vef.