Íslandsbanki

2019

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Hönnunarkerfi
  • Sérforritun

islandsbanki.is


Stafræn vöruþróun Íslandsbanka

Íslandsbanki er með sterka framtíðarsýn í þróun stafrænna lausna fyrir sína viðskiptavini. Hugsmiðjan er stolt að taka þátt í þeirri vegferð að hanna og forrita framúrskarandi ferla og lausnir út frá breyttum þörfum viðskiptavina. Stafræn bankaþjónusta gerir lífið þægilegra.


Velkomin í viðskipti á nokkrum mínútum

Við vöruþróun “Velkomin í viðskipti” var kappkostað að gera ferlið eins auðvelt og þægilegt og hægt er. Ferlið er sett upp líkt og kaupferli sem fólk er vant í netviðskiptum. Þú velur vörur og setur þær í körfuna þína. Á nokkrum mínútum ertu komin í viðskipti með nýtt debit- eða kreditkort og sparnað að auki, viðskiptavinurinn finnur aldrei fyrir gagnaöflun sem á sér stað til að tryggja öryggi viðskiptanna. Flæðið er hnökralaust.


Greiðslumat og húsnæðislán á núll einni

Viðskiptavinir geta einfaldlega sótt um greiðslumat og húsnæðislán þegar og þar sem þeim hentar. Flóknar upplýsingar eru settar fram á mannamáli og allir valkostir skýrir. Áður flókið ferli er orðið lipurt og einfalt og leiðir viðskiptavinin áfram af öryggi..


Hönnunarkerfi

Í allri hönnun fyrir lausnir bankans vinnum við með ítarlegt hönnunarkerfi sem stækkar og þróast með hverri lausn. Þetta tryggir fullkomið samræmi milli verkefna og að rödd og ímynd Íslandsbanka sé sterk og greinileg.


Strætó

Markaðsherferð Strætó fyrir ferðamenn á Íslandi

  • Viðskiptavinur Strætó

Með fjölgun erlendra ferðamanna hafa skapast spennandi tækifæri fyrir Strætó til að benda á þennan hagkvæma ferðakost. Strætó hefur undanfarin ár tekið eftir auknum straumi ferðamanna í vagnana sína ásamt því að rannsóknir okkar sýndu fram á mikinn fjölda daglegra leita á Google sem tengjast þjónustu Strætó. Við töldum því vera mikið tækifæri í að kynna Strætóappið fyrir ferðamönnum.

Sannar gjafir Unicef

Er enginn að hugsa um börnin? Jú, reyndar

EFLA verkfræðistofa

Eftirtektarverður vefur þar sem allt er mögulegt

  • Viðskiptavinur EFLA, verkfræðistofa

EFLA er þekkt fyrir að vera í forystu hvað varðar nýsköpun, nýjungar og að sýna hugrekki. Einkunnarorð fyrirtækisins eru “Allt mögulegt”. Hönnun vefsins endurspeglar þessi gildi með frumlegri framsetningu verkefna og faglegu viðmóti.