Íslandsbanki

2019

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Hönnunarkerfi
  • Sérforritun

islandsbanki.is


Stafræn vöruþróun Íslandsbanka

Íslandsbanki er með sterka framtíðarsýn í þróun stafrænna lausna fyrir sína viðskiptavini. Hugsmiðjan er stolt að taka þátt í þeirri vegferð að hanna og forrita framúrskarandi ferla og lausnir út frá breyttum þörfum viðskiptavina. Stafræn bankaþjónusta gerir lífið þægilegra.


Velkomin í viðskipti á nokkrum mínútum

Við vöruþróun “Velkomin í viðskipti” var kappkostað að gera ferlið eins auðvelt og þægilegt og hægt er. Ferlið er sett upp líkt og kaupferli sem fólk er vant í netviðskiptum. Þú velur vörur og setur þær í körfuna þína. Á nokkrum mínútum ertu komin í viðskipti með nýtt debit- eða kreditkort og sparnað að auki, viðskiptavinurinn finnur aldrei fyrir gagnaöflun sem á sér stað til að tryggja öryggi viðskiptanna. Flæðið er hnökralaust.


Greiðslumat og húsnæðislán á núll einni

Viðskiptavinir geta einfaldlega sótt um greiðslumat og húsnæðislán þegar og þar sem þeim hentar. Flóknar upplýsingar eru settar fram á mannamáli og allir valkostir skýrir. Áður flókið ferli er orðið lipurt og einfalt og leiðir viðskiptavinin áfram af öryggi..


Hönnunarkerfi

Í allri hönnun fyrir lausnir bankans vinnum við með ítarlegt hönnunarkerfi sem stækkar og þróast með hverri lausn. Þetta tryggir fullkomið samræmi milli verkefna og að rödd og ímynd Íslandsbanka sé sterk og greinileg.


TM appið

Það sem þú sérð er það sem þú færð

Tónlistinn

Hafðu alltaf rétta tónlistann við hendina

  • Viðskiptavinur
  • Tónlistinn

Á Íslandi eru um 100 þúsund skráðir Spotify notendur. Við hjálpum þeim að finna réttu tónlistina fyrir rétta tilefnið - á sem auðveldastan hátt. Markmiðið með verkefninu er að kynna íslenska tónlist á streymisveitunni Spotify - til hagsbóta fyrir flytjendur og höfunda. Tónlistin er aðalatriði.

Vefurinn var tilnefndur sem markaðsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum. Það er aukaatriði.