Karlaklefinn

2019

 • Hönnun og upplýsingahögun
 • Branding
 • Viðmótsforritun
 • Efnisvinnsla
 • Ritstjórn
 • Ljósmyndun
 • Markaðssetning

Karlaklefinn.is


Í karlaklefum landsins er spjallað um allt mögulegt – við settum upp einn til viðbótar

Karlaklefinn er vefur fyrir karlmenn um heilsu, forvarnir og auðvitað krabbamein: Skrifaður fyrir karlmenn og aðstandendur þeirra, lausnamiðaður og vísar óhikað á aðra vefi varðandi ítarupplýsingar.

Hugmyndin að baki Karlaklefanum var mótuð í samvinnu Hugsmiðjunnar og Krabbameinsfélagsins. Hann er hugsaður sem millistig milli átaksverkefnisins Mottumars annars vegar og stóra bróður, vefs Krabbameinsfélagsins, hins vegar.


Marserað í karlaklefanum

Karlaklefinn er ekki átaksverkefni eins og Mottumars, heldur langtímaverkefni sem ætlað er að vaxa og þróast í samstarfi við okkar mikilvægasta markhóp, karlana sem um ræðir.

Á vef Mottumars var árið 2018 var bætt við margvíslegum upplýsingum um krabbamein í blöðruhálskirtli og vefurinn varð blendingur átaksverkefnis og upplýsingaveitu. Með opnun Karlaklefans er skerpt á línum, þannig að mottumars.is snýst um átaksverkefnið en karlaklefinn.is verður lifandi upplýsingaveita.

Kynningarefni fyrir Mottumars 2019 byggir svo skemmtilegar brýr þarna á milli með því gefa innsýn inn í magnaðan karlaklefa. Auglýsingastofan Brandenburg og framleiðslufyrirtækið Republik unnu eftirminnilega sjónvarpsauglýsingu (tekna upp í næsta húsi við okkur) sem sló í gegn þegar hún var frumsýnd á lokakvöldi Söngvakeppninnar.


Viðkvæm viðfangsefni rædd án málalenginga

Algengt er að karlar séu lítið fyrir langa texta, heldur vilji komast beint að kjarna málsins og drífa í hlutum (þar sem hægt er). Það er líka þekkt að eftir áfall á borð við krabbameinsgreiningu er athyglin ekki endilega upp á sitt besta og erfitt að meðtaka mikið magn upplýsinga.

Öll efnistök Karlaklefans eiga að taka mið af þessu. Reynt er að setja fram upplýsingar um flókin viðfangsefni í eins knöppu og skýru máli og hægt er. Lögð er áhersla á að endurtaka ekki upplýsingar að óþörfu, heldur vísa í ítarefni á vef Krabbameinsfélagsins og annars staðar eftir því sem við á.

Því miður eru ekki alltaf einfaldar reddingar í boði og erfitt að svara öllum spurningum í knöppum textum. „Call to action“ textar Karlaklefans hvetja því flestir til þess að haft sé samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem þjónustar krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.


Karlar segja frá

Áhrifamesta efni Karlaklefans eru frásagnir karla af reynslu sinni af krabbameini. Þeir gefa innsýn í raunveruleikann að baki krabbameinsgreiningum og segja frá áföllum sínum og sigrum.

Myndir af körlunum og sögur þeirra voru viðfangsefni magnaðrar ljósmyndasýningar sem sett var upp í Kringlunni og víða um land í tengslum við Mottumars.


Björn
Davíð
Gunnar
Þráinn
Jón Ingi
Sigurður
Sveinn
Ingimar

Safaríkar ljósmyndir

Karlaklefinn fjallar ekki bara um krabbamein, heldur líka um forvarnir og leiðir til betri almennrar heilsu.

Segja má að í þessu verkefni höfum við stigið stuttlega inn í heim glanstímarita og matreiðslubóka þegar Jóhanna hönnunarstjóri heimsótti Braga Guðmundsson matreiðslumann og tók myndir af honum töfra fram nokkra girnilega og einfalda rétti fyrir Karlaklefann.

Uppskriftirnar er að sjálfsögðu að finna í Karlaklefanum.

 • Bragi kokkur

Íslandsbanki

Gjörbreytt þjónusta fyrir viðskiptavini Íslandsbanka

Íslandsbanki er með sterka framtíðarsýn í þróun stafrænna lausna fyrir sína viðskiptavini. Hugsmiðjan er stolt að taka þátt í þeirri vegferð að hanna og forrita framúrskarandi ferla og lausnir út frá breyttum þörfum viðskiptavina. Undanfarið ár hefur verið afar viðburðaríkt og mikið af nýjungum komið fram. Allt frá nýju appi, stafrænu greiðslumati til stofnun verðbréfaviðskipta.

Strætó

Markaðsherferð Strætó fyrir ferðamenn á Íslandi

 • Viðskiptavinur Strætó

Með fjölgun erlendra ferðamanna hafa skapast spennandi tækifæri fyrir Strætó til að benda á þennan hagkvæma ferðakost. Strætó hefur undanfarin ár tekið eftir auknum straumi ferðamanna í vagnana sína ásamt því að rannsóknir okkar sýndu fram á mikinn fjölda daglegra leita á Google sem tengjast þjónustu Strætó. Við töldum því vera mikið tækifæri í að kynna Strætóappið fyrir ferðamönnum.

Tónlistinn

Hafðu alltaf rétta tónlistann við hendina

 • Viðskiptavinur
 • Tónlistinn

Á Íslandi eru um 100 þúsund skráðir Spotify notendur. Við hjálpum þeim að finna réttu tónlistina fyrir rétta tilefnið - á sem auðveldastan hátt. Markmiðið með verkefninu er að kynna íslenska tónlist á streymisveitunni Spotify - til hagsbóta fyrir flytjendur og höfunda. Tónlistin er aðalatriði.

Vefurinn var tilnefndur sem markaðsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum. Það er aukaatriði.