Góðir hálsar, nú er lag!
Umgjörð átaksins í ár er byggð á gömlu góðu rakarastofunni, vettvangi sem karlar þekkja frá fornu fari og hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum.
Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Vefurinn fyrir átakið í ár var unninn af Hugsmiðjunni í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið og auglýsingastofuna Brandenburg.
Umgjörð átaksins í ár er byggð á gömlu góðu rakarastofunni, vettvangi sem karlar þekkja frá fornu fari og hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum.
Nú er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli. Á nýjum vef átaksins er að finna yfirgripsmiklar upplýsingar um viðfangsefnið auk aðstoðar og ráðgjafar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Fjölmargar leiðir bjóðast til að styrkja átakið. Gestir vefsins geta t.a.m. styrkt átakið með því að versla glæsilegar hönnunarvörur beint frá Krabbameinsfélaginu auk Mottumars sokkana í einkennismynstri og -litum rakarastofunnar.
Takmark átaksins er auðvitað að vekja athygli á og skapa umræðu um krabbamein hjá körlum, málefni sem oft er farið leynt með. Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og að sjálfsögðu styrkja gott málefni.
Styrktu átakiðViðskiptavinur
Krabbameinsfélagið
Verkþættir Hugsmiðjunnar
Hugmyndavinna
Hönnun
Vefforritun
Markaðsráðgjöf
Hmagasin.is er léttur og skemmtilegur lífsstílsvefur fyrir ungt fólk. Markmið vefsins er að styðja við markaðsstarf fyrirtækisins með spennandi efni um heilsu, hreyfingu, tísku og menningu með tengingu við vörur fyrirtækisins.
Með fjölgun erlendra ferðamanna hafa skapast spennandi tækifæri fyrir Strætó til að benda á þennan hagkvæma ferðakost. Strætó hefur undanfarin ár tekið eftir auknum straumi ferðamanna í vagnana sína ásamt því að rannsóknir okkar sýndu fram á mikinn fjölda daglegra leita á Google sem tengjast þjónustu Strætó. Við töldum því vera mikið tækifæri í að kynna Strætóappið fyrir ferðamönnum.
Vel heppnuð samfélagsmiðlaherferð fyrir Mottumars.
Lesa meira