Mottumars 2018

  • Viðskiptavinur Krabbameinsfélagið

Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Vefurinn fyrir átakið í ár var unninn af Hugsmiðjunni í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið og auglýsingastofuna Brandenburg.


Góðir hálsar, nú er lag!

Umgjörð átaksins í ár er byggð á gömlu góðu rakarastofunni, vettvangi sem karlar þekkja frá fornu fari og hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum.

Blöðruhálskirtillinn

Nú er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli. Á nýjum vef átaksins er að finna yfirgripsmiklar upplýsingar um viðfangsefnið auk aðstoðar og ráðgjafar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Netverslun

Fjölmargar leiðir bjóðast til að styrkja átakið. Gestir vefsins geta t.a.m. styrkt átakið með því að versla glæsilegar hönnunarvörur beint frá Krabbameinsfélaginu auk Mottumars sokkana í einkennis­mynstri og -litum rakara­stofunnar.

Barbershop Quartet söngvari mottumars
Mottumars

Rauði þráðurinn

Takmark átaksins er auðvitað að vekja athygli á og skapa umræðu um krabbamein hjá körlum, málefni sem oft er farið leynt með. Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og að sjálfsögðu styrkja gott málefni.

Styrktu átakið

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Krabbameinsfélagið

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

EES-samningurinn á mannamáli

Guðný, Brynjar, Klara, Hannes og EES í 25 ár

Gus Gus

Þegar Gus Gus breytti Eldborg í næturklúbb

GusGus hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember á síðasta ári. Uppselt var á báða tónleikana sem þóttu mjög vel heppnaðir. Hugsmiðjan sá um heildarskipulagningu ásamt því að sinna hugmyndavinnu, hönnun, efnisframleiðslu og markaðssetningu. Loks voru tónleikarnir teknir upp fyrir Sjónvarp Símans.

Í markaðssetningunni á tónleikunum notuðum við stafræna miðla til að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki á auglýsingum í hefðbundnum miðlum að halda. Þannig var kostnaði haldið í lágmarki, án þess að það bitnaði á árangrinum.

Forsala á tónleikana var notuð til að skoða viðbrögð fólks áður en almenn miðasala hófst. Krafturinn í auglýsingakerfinu á Facebook var svo nýttur til að koma auglýsingum til afmarkaðs hóps og hélt það kostnaði í lágmarki. Fólk sem hafði sýnt einhvers konar áhuga á tónleikunum sá auglýsingarnar — þetta voru harðir aðdáendur, fólk sem hafði horft á myndbönd tengd tónleikunum eða fólk sem hafði hreinlega sagst ætla að mæta.

Þetta skilaði sér í tveimur uppseldum tónleikum.

Arctic circle

Lifandi vettvangur fyrir málefni norðurslóða

Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur samvinnu og samtals um málefni norðurslóða. Hápunktur starfsins er árlegt þing Arctic Circle sem haldið er í Hörpu. Samtökin eru sérstaklega áberandi í umræðunni um loftslagsmál, einskonar lifandi vettvangur fyrir þetta mikilvæga málefni.

Hugsmiðjan hannaði, forritaði og setti upp nýjan vef Arctic Circle, sem heldur utan um fjölbreytta viðburði, upplýsingar og skráningu ásamt útgefnu efni um málefni norðurslóða.


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?