KEF+

2022

  • Stafræn ásýnd
  • Vefhönnun
  • Forritun

www.kefplus.is/


Stöðug þróun og óteljandi möguleikar

Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun og KEF+ er hreyfiafl allra verkefna Isavia sem tengjast uppbyggingu flugvallarins. Þróun Keflavíkurflugvallar felur í sér mikla fjárfestingu til framtíðar sem fjármögnuð er með tekjum af starfsemi flugvallarins. Hún byggir á þróunaráætlun til 25 ára þar sem sjálfbærni og hagur samfélagsins eru höfð að leiðarljósi til að tryggja ábyrga þróun Keflavíkurflugvallar fyrir alla landsmenn. 


Flugvöllur í stöðugri þróun

Að fá tækifæri til að vera hluti af teymi sem gefur einu stærsta byggingaverkefni Íslands fallega ásýnd var bæði skemmtilegt og fræðandi. Keflavíkurflugvöllur er heimavöllurinn okkar allra og tengir okkur við Evrópu og Norður-Ameríku. Á degi hverjum fara þúsundir farþega um völlinn og við eigum öll minningar af þessum flugvelli. 

Á vefnum er okkur gefin sýn inn í framtíðina þar sem öll verkefni fyrir KEF+ eru talin upp, með myndum, myndböndum, tölulegum gögnum og upplýsingum um stöðu verkefna. Nýjar akbrautir, byggingar, töskusalur og allt hitt sem mun gera Keflavíkurflugvöll enn betri á næstu árum. 



Fágaður vefur sem veitir innsýn inn í framtíðina

Isavia leitaði til Hugsmiðjunnar síðla sumars með það metnaðarfulla markmið að ná nýjum vef í loftið á 3 mánuðum. Í nánu samstarfi með Aton JL tókst okkur það en stefnum á enn meiri þróun vefsins á næstu misserum.

Sýnin var skýr; nýr vefur sem segir frá uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli þar sem + (plúsinn) gegnir stóru hlutverki enda táknar hann meira rými, aukna getu og þar með enn betri þjónustu.

Afraksturinn er fágaður vefur þar sem fallegar myndir og plúsinn dansa saman og töluleg gögn grípa augað. Það er spennandi að sjá verkefnin sem eru framundan í bland við nostalgíu þegar rennt er í gegnum tímalínuna sem sýnir stækkun flugvallarins allt frá árinu 1987 þegar flugstöð Leifs Eiríkssonar var opnuð.

Ávallt með gleðina að leiðarljósi

Þegar við hófum vinnuna við KEF+ vefinn vissum við að tímaramminn sem við vorum að vinna með var mjög þröngur en við vissum jafnframt að markmiðið var skýrt og hver og einn hafði sitt hlutverk alveg á tæru. Vinnan vannst mjög vel með einvala liði frá Hugsmiðjunni og Aton JL og starfsfólki Isavia og við komum saman sem eitt lið og náðum að skila afurð sem við erum afar stolt af á ótrúlega skömmum tíma.

Ég er ótrúlega ánægð með vinnuna sem vannst í þessu verkefni og þó að þetta hafi einungis verið fyrsti fasi í verkefninu sem fór í loftið á skömmum tíma — þá er kraftaverki líkast hvað við náuðum að gera, en ávallt með gleðina að leiðarljósi. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs við Hugsmiðjuna og efla og byggja upp enn betri KEF+ vef til framtíðar.

Steinunn Jónasdóttir

Steinunn Jónasdóttir

Vefstjórn og stafræn upplifun hjá ISAVIA

Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun