Landsbjörg

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Stafræn ásýnd
  • Vefun
  • Forritun

landsbjorg.is


Hjálpum Landsbjörg að bjarga mannslífum

Við þekkjum öll slysavarnafélagið Landsbjörg og þeirra gríðarlega mikilvæga starf, það var í höndum okkar hjá Hugsmiðjunni að koma því verðmæta starfi til skila á nýjum vef Landsbjargar. Nýi vefurinn notast við einfalt leiðarkerfi, er skýr og einfaldur í notkun, en nær á sama tíma að koma til skila spennandi efni í máli og með grípandi ljósmyndum sem auðga notendaupplifun til muna.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði nýlega farið í gegnum endurmörkun hjá hönnunarstofunni Arnar&Arnar og fengum við því í hendurnar ferska og nútímalega ásýnd, sem varð okkar að yfirfæra yfir í stafrænt form. Vefurinn er nútímalegur, kraftmikill og spennandi.


Spennandi efni á nútímalegum vef

Allan ársins hring eru meira en 5500 sjálfboðaliðar björgunarsveita til taks um allt land. Markmið vefsins var að koma því fjölbreytta starfi til skila af virðingu með nútímalegum hætti.

Í hönnunarfasa verkefnisins var einblínt á að útfæra einingasafn fyrir Landsbjörg sem stuðlar að því að þau geti miðlað sínum ólíku efnisflokkum á vefnum, en á vefnum má finna allt frá sögum af fólki og þeirra starfi yfir í praktískar upplýsingar um félagið, sögu þess, starfsemi og styrktarleiðir.

Forgangsröðun í upplýsingahögun og samspili ólíkra efnisflokka var lykillinn að því að taka vefinn alla leið. Með því að brjóta upp eldri strúktúr og setja fólkið sitt og vefnotandann í fyrsta sæti varð útkoman lifandi vefur sem sinnir þeim ólíku þörfum Landsbjargar fyrir mikilvæga upplýsingagjöf.

Gjöfult og árangursríkt samstarf

Það hefur verið einstaklega gefandi að starfa með vefteymi Landsbjargar að nýrri stafrænni ásýnd og framtíðartæknihögun. Það var aðdáunarvert hversu tilbúin þau voru í að brjótast út úr eldri hugmyndum á hinu hefðbunda veftré og færa sig yfir í storytelling nálgun þar sem fólkið þeirra er sett í forgrunn.

Ingibjörg

Ingibjörg Ólafsdóttir    

Viðskiptastjóri

Sögur af fólki og óeigingjörnu starfi

Það sem gerir starf Landsbjargar merkilegt er það óeigingjarna starf sjálfboðaliða um land allt. Það var mikilvægt fyrir okkur að á vefnum væru sagðar sögur af þessu fólki sem er svo ómissandi í daglegu lífi okkar allra.

Vefhönnunin byggir á þessu, strax á forsíðunni fá sögur af fólki sem starfar í aðildarfélögum Landsbjargar gott pláss, hönnunin leggur áherslu á að draga fram þeirra rödd, með fyrirsögnum og tilvitnunum.


Nýtum tækni til að hjálpa Landsbjörg að bjarga mannslífum

Sjálfboðaliðar björgunarsveita eru ávallt til taks ef eitthvað bregður út af. En á meðan þjóðin treystir á björgunarsveitina treystir Landsbjörg á mánaðarleg framlög til þess að halda starfinu gangandi ásamt því að selja í vefverslun sjúkrakassa og fleiri vörur.

Veflausnin einblínir því á að auðvelt sé fyrir notandann að styðja við starfsemi félagsins og björgunarsveitir með beinum styrkjum, að ganga í bakvarðasveit félagsins eða með kaupum á minningarkortum og heillaskeytum.

Í greiningarfasa verkefnis hvað varðar tæknihögun var því lagt áhersla á sjálfvirkni og notandavænt verkferli fyrir starfsmenn Landsbjargar. Veflausnin tengir saman vefþjónustur fyrir styrkjasöfnun, m.a. félagatal, greiðslugátt en auk þess er bakendi fyrir umsýslan með minningarkort og heillaskeyti


Stafræn vegferð til framtíðar

Við erum full tilhlökkunar að halda áfram þeirri stafrænu vegferð með Landsbjörg sem hófst með að koma nýjum ytri vef þeirra í loftið með nýjum áherslum og nýrri og grípandi stafrænni ásýnd.


Hugsmiðjuárið 2023

Myndlistarmiðstöð

Hjúkrun