Endurhönnun TM

  • Viðskiptavinur TM

Tryggingamiðstöðin fór í allsherjar rebranding vinnu og í kjölfarið leituðu þau til okkar að endurhanna vefinn þeirra. Nýi vefurinn endurspeglar nýja ásýnd og áherslur TM.


TM

Viðskiptavinir eru í forgangi

Með nokkrum einföldum spurningum leiðir wizardinn notendur beint að efninu. TM er annt um sína viðskiptavini og við leggjum áherslu á það á forsíðunni.

TM er skrefi á undan

“Hugsum í framtíð” eru einkunnarorðin og letur, litir og viðmót undirstrika þessa sterku framtíðarsýn.

Tm vefurinn í síma

Allt efni aðgengilegt, alltaf

Það er mikilvægt að viðskiptavinir TM geti klárað sín mál, hvar og hvenær sem er. Vefurinn skalast fullkomlega og mobile útfærslan fyrir wizardinn var sérhönnuð til að tryggja gott og hraðvirkt flæði.


Rauði þráðurinn

Myndefni á vefnum spilar mikilvægt hlutverk. Græni liturinn er rauði þráðurinn, hvort sem er í ljósmyndum eða öðru viðmóti. Lagt var upp með að tryggingaleiðir væru auðskannanlegar til að viðskiptavinir væru fljótir að finna það sem þeir leita að.

Skjáskot af vef TM Skjáskot af vef TM

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

TM


Kíktu á tm.is

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Róbert Wessman

Kraftmikill og framúr­stefnulegur vefur

Sannar gjafir Unicef

Er enginn að hugsa um börnin? Jú, reyndar

Gus Gus

Þegar Gus Gus breytti Eldborg í næturklúbb

GusGus hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember á síðasta ári. Uppselt var á báða tónleikana sem þóttu mjög vel heppnaðir. Hugsmiðjan sá um heildarskipulagningu ásamt því að sinna hugmyndavinnu, hönnun, efnisframleiðslu og markaðssetningu. Loks voru tónleikarnir teknir upp fyrir Sjónvarp Símans.

Í markaðssetningunni á tónleikunum notuðum við stafræna miðla til að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki á auglýsingum í hefðbundnum miðlum að halda. Þannig var kostnaði haldið í lágmarki, án þess að það bitnaði á árangrinum.

Forsala á tónleikana var notuð til að skoða viðbrögð fólks áður en almenn miðasala hófst. Krafturinn í auglýsingakerfinu á Facebook var svo nýttur til að koma auglýsingum til afmarkaðs hóps og hélt það kostnaði í lágmarki. Fólk sem hafði sýnt einhvers konar áhuga á tónleikunum sá auglýsingarnar — þetta voru harðir aðdáendur, fólk sem hafði horft á myndbönd tengd tónleikunum eða fólk sem hafði hreinlega sagst ætla að mæta.

Þetta skilaði sér í tveimur uppseldum tónleikum.


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?