Verðlaunavefir Hugsmiðjunnar
21 tilnefning, fimm vegleg verðlaun og vefur Neyðarlínunnar valið verkefni ársins
Íslensku vefverðlaunin fóru fram síðastliðinn föstudag og var Hugsmiðjan með 21 tilnefningar til verðlaunanna fyrir 15 ólíkar veflausnir . Það var því mikil spenna og auðvitað ákveðinn skellur þegar að samkomutakarkanir voru hertar og við þurftum að fresta partíinu. Við vorum fljót að gleyma því þegar við fögnuðum fimm vefverðlaunum saman á Google Meet og því að vefur Neyðarlínunnar hafi verið valin verkefni ársins, þvílík uppskera!
Verðlaunavefir Hugsmiðjunnar
Stafræn lausn ársins - Nýtt tól í baráttunni við ofbeldi
Vefur Neyðarlínunnar var valin stafræn lausn ársins auk þess að hljóta aðal viðurkenningu Íslensku vefverðlaunnanna „Verkefni ársins!“. Það var virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir þetta samfélagslega mikilvæga verkefni.
Stafræn lausn ársins er stór flokkur sem nær utan um stafræna vegferð fyrirtækja og það hvernig stafræn lausn getur verið viðbót við núverandi kerfi og með því bætt þjónustu við notendur. Í því felst einmitt verðlaunalausnin í ár, brýn þörf var á nýju viðbragðsúrræði!
Aukin hætta er á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum. Með nýjum vef hafa ólík viðbragðsúrræði verið sameinuð á einn stað auk þess að notendur geta haft samband við neyðarverði í gegnum netspjall. Frá upphafi var skilgreint markmið að lausnin væri inngildandi (e. inclusive), það er að hún kæmi til með að mæta þörfum ólíkra hópa. Notendamiðuð nálgun var því leiðarljós í allri viðmótshönnun og forritun – en ekki síður í myndmáli og textanotkun. Við þökkum Neyðarlínunni, Mennskri ráðgjöf, Samsýn og Berglindi Ósk kærlega fyrir samstarfið.
Stafræna lausn ársins er sannarlega þörf og úrfærslan mjög vel heppnuð. Útlitið er snyrtilegt og einfalt, skilaboðin skýr og efnið faglega unnið. Mikil vinna hefur verið lögð í að lausnin mæti þörfum ólíkra hópa og hún sé auðveld í notkun.
Markaðsvefur ársins - Borgarleikhúsið
Vefur Borgarleikhússins var valin markaðsvefur ársins. Við hönnun vefsins var ný ásýnd Brandenburg fyrir Borgarleikhúsið færð yfir á stafrænt form. Vefurinn er framúrstefnulegur, þorin og líflegur, eins og Borgarleikhúsið sjálft!
Vefur Borgarleikshússins er kjölfestan og þungamiðjan í allri upplýsingagjöf til markhópa leikhússins. Allar markaðsherferðir beina notendum á vefinn til að veita notendum betri upplýsingar um sýningar, veitingar eða kaup á leikhúsmiðum.
Efnis- og fréttaveita ársins - Styttri.is fyrir BSRB
Vefur BSRB um styttingu vinnuvikunnar var valinn Efnis- og fréttaveita ársins. Vefurinn hefur það markmið að halda utan um styttinguna, með hagnýtum upplýsingum ásamt kraftmiklum greinum og reynslusögum sem veita launafólki og stjórnendum innblástur.
Hlutverk vefsins var að vera hluti af samtalinu um styttingu, BSRB fylgdist vel með stöðu mála og umræðu í samfélaginu og notaði vefinn til þess að miðla efni sem myndi styðja við félagsmenn BSRB í innleiðingarferlinu. Svara spurningum félagsmanna, leiðrétta rangfærslur í umræðinu og hvetja félagsmenn til dáða.
Kraftmikill efnis- og fréttavefur sem gefur sterkan tón til notandans. Vefurinn er áhrifamikill og dálítið óhefðbundinn en nær algjörlega að koma skilaboðunum á framfæri. Notandinn á auðvelt með að rata um vefinn enda er framsetning efnisins skýr og greinileg. Mjög áhugaverður vefur með nýstárlegri framsetningu.
Samfélagsvefur ársins - Vefur Umboðsmanns barna
Vefur Umboðsmanns barna var valin samfélagsvefur ársins. Vefurinn er mikilvægur, opinber vettvangur fyrir börn og unglinga. Upplýsingagátt sem þau geta treyst og fundið upplýsingar um sín réttindi og öruggan stað til að spyrja spurninga og fræðast um málefni sem tengjast þeim.
Hönnun, kvikun og viðmót er hlýlegt og skýrt, með inngildandi myndefni og glaðlegum litum þar sem auðvelt er að skoða innsendar spurningar og börn eru hvött til að senda inn fyrirspurnir og taka þátt í málefnum sem skipta þau máli.
Metnaðarfullir viðskiptavinir drífa okkur áfram
Það er teymið okkar hjá Hugsmiðjunni og okkar verðmætu viðskiptavinir sem gera okkur kleift að búa til metnaðarfulla verðlaunavefi. Saman getum við gert framúrskarandi notendavænar og spennandi veflausnir.
Við erum ævintýralega þakklát fyrir viðurkenninguna á okkar störfum og óskum samstarfsaðilum okkar og öllum sem hlutu viðurkenningar og verðlaun innilega til hamingju með árangurinn.
Smellið hér til þess að skoða fleiri verkefni!