Samfélagsvefur ársins 2017

  • Viðskiptavinur Krabbameinsfélagið

Kjarnastarfsemi Krabbameinsfélagsins er fræðsla, forvarnir og stuðningur við einstaklinga sem greinast. Auk þess að fá almenning til að styrkja félagið. Lagt var upp með að vefurinn yrði einstaklega notendavænn og auðveldur í notkun. 

 


Þægilegt viðmót

Útlit og viðmót vefsins er ákaflega stílhreint og fallegt til að auðvelda notendum að finna eða framkvæma markmið sín með heimsókn á vefinn.

Átaksverkefni skila árangri

Bleika slaufan, árveknis- og fjáröflunarátak um brjóstakrabbamein og Mottumars, átak gegn krabbameini hjá karlmönnum eru árleg átaksverkefni hjá krabbameinsfélaginu.

Samfélagsmiðlar eiga stóran þátt í að átakið nái útbreiðslu og fangi athygli eins breiðs hóps og mögulegt er. Á vef Bleiku slaufunnar og Mottumars er “call to action” skilaboð alltaf sýnileg sem hvetja til deilingar. Mælingar á árangri þessara átaksverkefna sýna að þau ná athygli og hafa áhrif.

Mottumars Bleika slaufan

Verslað til styrktar góðu málefni

Vefverslun Krabbameinsfélagsins er ein af mikilvægustu styrktarlínum félagsins. Verslunin er sett upp í verslunarkerfi Shopify sem hentaði verkefninu einstaklega vel, þar sem hægt er að velja þemu og stíla svo til í takt við hönnun vefsins. Gott vöruúrval í sambland við notendavænt viðmót verslunarinnar, skilaði 46% söluaukningu fyrsta árið eftir útgáfu. Margir vilja leggja félaginu lið og er vefverslun virkilega góð leið til þess.


Vefverslun

Stuðningur og framlög

Krabbameinsfélagið reiðir sig af stórum hluta á fjárframlög einstaklinga því var sérstaklega mikilvægt að auðvelt væri að styrkja félagið í gegnum vefinn. Möguleikarnir til að styrkja félagið eru fjölbreyttir, t.d frjáls framlög, reglubundinn stuðningur eða að versla vörur í netverslun félagsins. Allar styrktarleiðir voru gerðar ákaflega skýrar og notendavænar. Auk þess var bakendakerfi styrktarlínu félagsins endurskrifað til að auðvelda starfsfólki alla umsýslu og yfirsýn yfir kaup og styrki.

Tölfræði

Krabbameinsfélagið er samfélagslega mikilvæg stofnun

Vefurinn gegnir mikilvægu hlutverki varðandi fræðslu, forvarnir og ráðgjöf. Efnið er framsett með það að leiðarljósi að auðvelt sé að kynna sér og leita sér upplýsinga um allt sem viðkemur krabbameini, hvort sem lesandinn hafi sjálfur greinst með krabbamein eða sé aðstandandi.

Hugsmiðjan er stoltur samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins.

Viðskiptavinur

Krabbameinsfélagið

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Hjúkrun

Sérlyfjaskrá

Gagnvirk upplýsingaveita fyrir markaðsett lyf á Íslandi

Sérlyfjaskrá er gagnvirk upplýsingaveita Lyfjastofnunar fyrir fagaðila og almenning um öll lyf sem markaðssett eru á Íslandi. Ný útgáfa Sérlyfjaskrár, endurhönnuð frá grunni af Hugsmiðjunni, var tekin í notkun í desember 2022. Sérlyfjaskrá er mikið notuð og eftir opnun á nýju lausninni eru að mælast að jafnaði rétt tæplega 6.000 síðuflettingar á dag framkvæmdar af um 900 notendum. Það er því mikilvægt að hún sé áreiðanleg og lipur í notkun.

Sannar gjafir Unicef

Er enginn að hugsa um börnin? Jú, reyndar


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?